Páll S. Brynjarsson og Ólafur Sveinsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem reka Uppbyggingarsjóð Vesturlands, skála í byggmjólk við Karen Jónsdóttur.
Páll S. Brynjarsson og Ólafur Sveinsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem reka Uppbyggingarsjóð Vesturlands, skála í byggmjólk við Karen Jónsdóttur.
Mynd / Kaja Organic
Fréttir 20. mars

Fyrsti drykkur sinnar tegundar í íslenskri framleiðslu

Höfundur: smh

Karen Jónsdóttir, sem rekur meðal annars Kaja Organic á Akranesi, hefur sett vöruna Byggmjólk á markað, sem er lífrænt vottaður jurtadrykkur unninn úr íslensku byggi frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði.

Drykkurinn er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi sem fer í almenna sölu og segir Karen að áður hafi verið gerðar tilraunir í framleiðslu á svipuðum drykkjum með erlendu hráefni. „Byggmjólkin er fyrsta íslenska jurtamjólkin sem fer á markað. Þegar ég segi íslensk þá erum við að tala um íslenskt bygg en sú jurtamjólk sem áður var gerð tilraun með að framleiða hér á Íslandi var úr erlendum höfrum, blönduð íslensku vatni. Hér erum við með íslenskt lífrænt bygg frá Vallanesi og það sem er nokkuð merkilegt við íslenska byggið er að það þarf einungis 6,8 prósent bygg til þess að ná þessu öfluga bragði, á meðan framleiðendur í Evrópu eru margir hverjir með allt að 12 til 17 prósent bygg í sínum drykkjum,“ segir Karen.

Næst á dagskrá er jurtajógurt

„Ég fékk styrk frá Öndvegisstyrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir tveimur árum til að vinna að þessu verkefni, sem ég hef gert samhliða rekstrinum á mínu fyrirtæki, og því get ég sagt að loksins náði ég að klára og útkoman er þessi drykkur sem hefur strax fengið góðar viðtökur.

Byggmjólkin verður seld í takmörkuðu upplagi til að byrja með því næsta skref er að auka framleiðslugetuna með hentugri vélbúnaði.

Byggið er einstaklega hollt enda inniheldur það mikið af beta-glúkönum sem geta lækkað kólesteról, haft róandi áhrif og styrkt ofnæmiskerfið. Þá myndar byggið eins konar gel sem fóðrar og mýkir magann og nærir slímhúð ristilsins,“ segir Karen um ágæti drykkjarins.

Næstu skref eru svo, að sögn hennar, byggmjólkurdrykkir og fleiri afurðir – meðal annars jurtajógúrt.

Mjólk eða ekki mjólk …

Karen segir að hefð sé fyrir því að nota orðið „mjólk“ um vökvann sem kemur úr spenum, en það hafi þó verið að breytast.

„Ég hef alltaf horft bara á mjólk sem landbúnaðarafurð sem bændur framleiða, en ekki bara afurð sem er tengd spendýri. Í dag er ekki bannað að nota mjólk sem við- eða forskeyti í vöruheitum hér á landi. En ef á að breyta því þá þurfum við líka að huga að því að breyta heitinu á húðmjólk, fiflamjólk og fleiri vörutegundum – svo allir sitji við sama borð.

Evrópusambandið hefur sett þetta inn í sína reglugerð en mín skoðun er sú að þar séu stærstu þjóðirnar, Frakkar og Þjóðverjar, að vernda sinn landbúnað á kostnað Ítalíu, sem eru stærstu framleiðendur á jurtamjólk innan sambandsins og eiga þann markað nánast einir,“ segir Karen.

Frumkvöðlastarf

Hún játar því að þessi framleiðsla sé frumkvöðlastarf og segir það vera í tvennum skilningi.
„Í fyrsta skipti er framleiddur jurtadrykkur með íslensku byggi sem aðalhráefni og það hafa ekki heldur verið framleiddir slíkir jurtadrykkir hér á landi með langt geymsluþol. Ég hef reyndar áður framleitt jurtadrykki með langt geymsluþol, en fyrir rúmu ári komu hafradrykkir á markað frá mér með geymsluþol upp á allt að ár. Glerílátið er lykillinn þar.

Í framhaldi af hafradrykkjunum, sem eru úr ítalskri grunnmjólk blandaðir við hin ýmsu krydd, hófst ég handa við að gera grunnmjólk og það tók ágætis tíma að átta sig á þeirri framleiðsluaðferð. Og þegar það var komið tók byggið við og þar voru ansi margar suður gerðar þar til að lausnin fannst, en eins og áður sagði hefur jurtamjólk verð gerð úr innfluttu „paste“; ýmist hafrar eða möndlur notað sem grunnur. 

Í grófum dráttum fer framleiðslan á Byggmjólkinni þannig fram, að fyrst er byggið malað, soðið upp með hjálparefnum, kælt og blandað með sólblómaolíu og salti. Síðan er vökvinn fitusprengdur og settur á flöskur.  Varðandi næringarefnin þá hef ég ekki látið mæla þau upp en þau ættu að skila sér því ég einungis grófsigta jurtamjólkina,“ segir Karen um framleiðsluferlið.

Fínpússar framleiðsluferlið

„Ég er að fínpússa framleiðsluferlið og reyna að stytta það sem mest svo afkastagetan verði sem mest með þeim búnaði sem ég hef í dag en hann er ekki merkilegur. Ég er ekki alveg viss hversu mikið ég get framleitt en þar er flækjustigið svolítið hátt þar sem ég er með krafta mína á mörgum stöðum,“ segir Karen þegar hún er spurð um framleiðslugetu og -magn. 

Byggmjólkin frá Kaju verður í boði í verslunum Hagkaups í Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Skeifunni og svo Melabúðinni.  

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...