Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016
Fréttir 21. maí 2015

Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Veðurfar það sem af er þessu ári gefur ekki vísbendingar um góða tíð í Kaliforníu hvað úrkomu varðar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur nú að þurrkaspá fyrir svæðið fyrir næsta ár sem lítur vægast sagt hræðilega út.

Greint er frá því á netmiðlinum Inquisitr að sumir sérfræðingar kenni ofurþurrkum um hlýnun loftslags á jörðinni. NASA áætlar að það þurfi 11 billjónir gallona eða um það bil 50 billjónir lítra (50 milljarða tonna) af vatni til að snúa þurrkadæminu við í Kaliforníu.

Vitnað er í Jay Famiglietti, fyrrverandi vatnsvísindamann hjá þotuhreyflarannsóknastöð NASA, sem segir að janúar 2015 hafi verið þurrasti janúarmánuður síðan mælingar hófust 1895. Einnig að grunnvatnsstað og snjósöfnun í fjöllum hafi aldrei verið eins lítil. 

Kalifornía vatnslaus 2016

Í byrjun mars gaf bandaríska landbúnaðarráðuneytið það út að einn þriðji rannsóknarstöðva sem vakta snjósöfnun í fjöllum Kaliforníu hafi sýnt minnstu snjósöfnun sem þar hafi nokkru sinni mælst. Á þessum upplýsingum byggir Jay Famiglietti spá sem segir að Kalifornía verði algjörlega vatnslaus árið 2016.

„Sem stendur á ríkið aðeins um það bil ársbirgðir af vatni eftir í sínum lónum og okkar bráðnauðsynlega grunnvatn er að hverfa mjög hratt", skrifar Famiglietti í Los Angeles Times.

Til að mæta þessari stöðu hefur verið gefin út skipun um að spara vatn í ríkinu samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra (the Sustainable Groundwater Management Act of 2014). Þrátt fyrir þessi lög er ljóst að réttur landeigenda til uppdælingar á vatni er mjög sterkur og þegar hafa risið dómsmál út af slíkum málum.

Þegar orðið slæmt en á bara eftir að versna

Í Inquisitr var hann spurður nánar um þennan frest sem Kaliforníubúar hafi og hann dró þar ekkert úr spá sinni.

„Margir halda að þurrkarnir í Kaliforníu hafi þegar verið nógu slæmir, en ofurþurrkar eiga eftir að verða enn verri og geta staðið í aldir.“

Eins og  Inquisitr hefur greint frá þá höfðu vísindamenn NASA, við Cornell-háskóla og Kólumbíu-háskóla áður gefið það út að ofurþurrkar (Megadrought) geti hafist einhvern tíma á árabilinu 2050 til 2099. Þar virðast þeir hafa verið afar varfærnir í yfirlýsingum í ljósi stöðunnar í dag og spá Famiglietti. Hann segir að slæmu fréttirnar séu að veruleikinn verði verri en framtíðarspárnar geri ráð fyrir í samanburði við fyrri ofurþurrkatímabil. Leggur hann þó áherslu á að vísindamenn séu alls ekki að nota hugtakið ofurþurrkar af léttúð.

„Reiknað er með að ofurþurrkar í Kaliforníu geti einnig náð yfir stærstan hluta Suðvesturríkja Bandaríkjanna. Loftslag verður einstaklega þurrt samfara hærra hitastigi við jörðu.“

Skylt efni: vatn | Kalifornía | Umhverfismál

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...