Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016
Fréttir 21. maí 2015

Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Veðurfar það sem af er þessu ári gefur ekki vísbendingar um góða tíð í Kaliforníu hvað úrkomu varðar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur nú að þurrkaspá fyrir svæðið fyrir næsta ár sem lítur vægast sagt hræðilega út.

Greint er frá því á netmiðlinum Inquisitr að sumir sérfræðingar kenni ofurþurrkum um hlýnun loftslags á jörðinni. NASA áætlar að það þurfi 11 billjónir gallona eða um það bil 50 billjónir lítra (50 milljarða tonna) af vatni til að snúa þurrkadæminu við í Kaliforníu.

Vitnað er í Jay Famiglietti, fyrrverandi vatnsvísindamann hjá þotuhreyflarannsóknastöð NASA, sem segir að janúar 2015 hafi verið þurrasti janúarmánuður síðan mælingar hófust 1895. Einnig að grunnvatnsstað og snjósöfnun í fjöllum hafi aldrei verið eins lítil. 

Kalifornía vatnslaus 2016

Í byrjun mars gaf bandaríska landbúnaðarráðuneytið það út að einn þriðji rannsóknarstöðva sem vakta snjósöfnun í fjöllum Kaliforníu hafi sýnt minnstu snjósöfnun sem þar hafi nokkru sinni mælst. Á þessum upplýsingum byggir Jay Famiglietti spá sem segir að Kalifornía verði algjörlega vatnslaus árið 2016.

„Sem stendur á ríkið aðeins um það bil ársbirgðir af vatni eftir í sínum lónum og okkar bráðnauðsynlega grunnvatn er að hverfa mjög hratt", skrifar Famiglietti í Los Angeles Times.

Til að mæta þessari stöðu hefur verið gefin út skipun um að spara vatn í ríkinu samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra (the Sustainable Groundwater Management Act of 2014). Þrátt fyrir þessi lög er ljóst að réttur landeigenda til uppdælingar á vatni er mjög sterkur og þegar hafa risið dómsmál út af slíkum málum.

Þegar orðið slæmt en á bara eftir að versna

Í Inquisitr var hann spurður nánar um þennan frest sem Kaliforníubúar hafi og hann dró þar ekkert úr spá sinni.

„Margir halda að þurrkarnir í Kaliforníu hafi þegar verið nógu slæmir, en ofurþurrkar eiga eftir að verða enn verri og geta staðið í aldir.“

Eins og  Inquisitr hefur greint frá þá höfðu vísindamenn NASA, við Cornell-háskóla og Kólumbíu-háskóla áður gefið það út að ofurþurrkar (Megadrought) geti hafist einhvern tíma á árabilinu 2050 til 2099. Þar virðast þeir hafa verið afar varfærnir í yfirlýsingum í ljósi stöðunnar í dag og spá Famiglietti. Hann segir að slæmu fréttirnar séu að veruleikinn verði verri en framtíðarspárnar geri ráð fyrir í samanburði við fyrri ofurþurrkatímabil. Leggur hann þó áherslu á að vísindamenn séu alls ekki að nota hugtakið ofurþurrkar af léttúð.

„Reiknað er með að ofurþurrkar í Kaliforníu geti einnig náð yfir stærstan hluta Suðvesturríkja Bandaríkjanna. Loftslag verður einstaklega þurrt samfara hærra hitastigi við jörðu.“

Skylt efni: vatn | Kalifornía | Umhverfismál

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.