Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016
Fréttir 21. maí 2015

Fyrrverandi vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Veðurfar það sem af er þessu ári gefur ekki vísbendingar um góða tíð í Kaliforníu hvað úrkomu varðar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur nú að þurrkaspá fyrir svæðið fyrir næsta ár sem lítur vægast sagt hræðilega út.

Greint er frá því á netmiðlinum Inquisitr að sumir sérfræðingar kenni ofurþurrkum um hlýnun loftslags á jörðinni. NASA áætlar að það þurfi 11 billjónir gallona eða um það bil 50 billjónir lítra (50 milljarða tonna) af vatni til að snúa þurrkadæminu við í Kaliforníu.

Vitnað er í Jay Famiglietti, fyrrverandi vatnsvísindamann hjá þotuhreyflarannsóknastöð NASA, sem segir að janúar 2015 hafi verið þurrasti janúarmánuður síðan mælingar hófust 1895. Einnig að grunnvatnsstað og snjósöfnun í fjöllum hafi aldrei verið eins lítil. 

Kalifornía vatnslaus 2016

Í byrjun mars gaf bandaríska landbúnaðarráðuneytið það út að einn þriðji rannsóknarstöðva sem vakta snjósöfnun í fjöllum Kaliforníu hafi sýnt minnstu snjósöfnun sem þar hafi nokkru sinni mælst. Á þessum upplýsingum byggir Jay Famiglietti spá sem segir að Kalifornía verði algjörlega vatnslaus árið 2016.

„Sem stendur á ríkið aðeins um það bil ársbirgðir af vatni eftir í sínum lónum og okkar bráðnauðsynlega grunnvatn er að hverfa mjög hratt", skrifar Famiglietti í Los Angeles Times.

Til að mæta þessari stöðu hefur verið gefin út skipun um að spara vatn í ríkinu samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra (the Sustainable Groundwater Management Act of 2014). Þrátt fyrir þessi lög er ljóst að réttur landeigenda til uppdælingar á vatni er mjög sterkur og þegar hafa risið dómsmál út af slíkum málum.

Þegar orðið slæmt en á bara eftir að versna

Í Inquisitr var hann spurður nánar um þennan frest sem Kaliforníubúar hafi og hann dró þar ekkert úr spá sinni.

„Margir halda að þurrkarnir í Kaliforníu hafi þegar verið nógu slæmir, en ofurþurrkar eiga eftir að verða enn verri og geta staðið í aldir.“

Eins og  Inquisitr hefur greint frá þá höfðu vísindamenn NASA, við Cornell-háskóla og Kólumbíu-háskóla áður gefið það út að ofurþurrkar (Megadrought) geti hafist einhvern tíma á árabilinu 2050 til 2099. Þar virðast þeir hafa verið afar varfærnir í yfirlýsingum í ljósi stöðunnar í dag og spá Famiglietti. Hann segir að slæmu fréttirnar séu að veruleikinn verði verri en framtíðarspárnar geri ráð fyrir í samanburði við fyrri ofurþurrkatímabil. Leggur hann þó áherslu á að vísindamenn séu alls ekki að nota hugtakið ofurþurrkar af léttúð.

„Reiknað er með að ofurþurrkar í Kaliforníu geti einnig náð yfir stærstan hluta Suðvesturríkja Bandaríkjanna. Loftslag verður einstaklega þurrt samfara hærra hitastigi við jörðu.“

Skylt efni: vatn | Kalifornía | Umhverfismál

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...