Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Mynd / smh
Fréttir 13. mars 2015

Frumvarp verður lagt fram fyrir páska um innflutning holdasæðis

Höfundur: smh

Í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær kom fram að stefnt sé að því að lagt verði fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. 

Í máli ráðherra kom fram að miklar breytingar hafi átt sér stað undanfarin ár í búgreininni og nú væru gjörólíkar framleiðsluaðstæður; bæði í framleiðslu á mjólk og á nautakjöti - og markaðurinn kallaði eftir aukinni framleiðslu.

Ljóst væri að ekki verði hægt að efla nautakjötsframleiðsluna svo nokkru nemi án þess að til endurnýjunar á holdanautaerfðaefninu verði. Unnið hafi verið afar mikilvæg og ítarleg vinna við undirbúning á endurnýjun erfðaefnisins og stefnir ráðherra að því að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. Gangi málið hratt og vel í gegnum þingið ætti því að vera mögulegt að sæða holdakýr nú í vor og snemmsumars, enda séu þær í raun ekki sæddar á öðrum tímum árs. Því væri brýnt að klára málið núna en ekki bíða seinni tíma.

Frá þessu var greint á naut.is

Skylt efni: holdanaut | nautgriparækt

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...