Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Mynd / smh
Fréttir 13. mars 2015

Frumvarp verður lagt fram fyrir páska um innflutning holdasæðis

Höfundur: smh

Í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær kom fram að stefnt sé að því að lagt verði fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. 

Í máli ráðherra kom fram að miklar breytingar hafi átt sér stað undanfarin ár í búgreininni og nú væru gjörólíkar framleiðsluaðstæður; bæði í framleiðslu á mjólk og á nautakjöti - og markaðurinn kallaði eftir aukinni framleiðslu.

Ljóst væri að ekki verði hægt að efla nautakjötsframleiðsluna svo nokkru nemi án þess að til endurnýjunar á holdanautaerfðaefninu verði. Unnið hafi verið afar mikilvæg og ítarleg vinna við undirbúning á endurnýjun erfðaefnisins og stefnir ráðherra að því að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. Gangi málið hratt og vel í gegnum þingið ætti því að vera mögulegt að sæða holdakýr nú í vor og snemmsumars, enda séu þær í raun ekki sæddar á öðrum tímum árs. Því væri brýnt að klára málið núna en ekki bíða seinni tíma.

Frá þessu var greint á naut.is

Skylt efni: holdanaut | nautgriparækt

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...