Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Mynd / smh
Fréttir 13. mars 2015

Frumvarp verður lagt fram fyrir páska um innflutning holdasæðis

Höfundur: smh

Í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær kom fram að stefnt sé að því að lagt verði fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. 

Í máli ráðherra kom fram að miklar breytingar hafi átt sér stað undanfarin ár í búgreininni og nú væru gjörólíkar framleiðsluaðstæður; bæði í framleiðslu á mjólk og á nautakjöti - og markaðurinn kallaði eftir aukinni framleiðslu.

Ljóst væri að ekki verði hægt að efla nautakjötsframleiðsluna svo nokkru nemi án þess að til endurnýjunar á holdanautaerfðaefninu verði. Unnið hafi verið afar mikilvæg og ítarleg vinna við undirbúning á endurnýjun erfðaefnisins og stefnir ráðherra að því að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. Gangi málið hratt og vel í gegnum þingið ætti því að vera mögulegt að sæða holdakýr nú í vor og snemmsumars, enda séu þær í raun ekki sæddar á öðrum tímum árs. Því væri brýnt að klára málið núna en ekki bíða seinni tíma.

Frá þessu var greint á naut.is

Skylt efni: holdanaut | nautgriparækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...