Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fresta þarf námsdvöl búfræðinema
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2020

Fresta þarf námsdvöl búfræðinema

Höfundur: Ritstjórn

Fresta þarf allri námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vegna samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi.

Námsdvölin var fyrirhuguð í lok mars, en nemendur í búfræði fara vanalega í 12 vikna vettvangsdvöl á kennslubúum víðsvegar um landið á þessum tíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. Haft er eftir Kristínu Sveineyju Baldursdóttur, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, að þetta hafi verið ákveðið eftir fund rektors með starfsfólki úr ráðuneytinu. Ekki sé vitað hvenær nemendurnir komist í námsdvölina. 

Hún segir að allt sé reynt til að láta ástandið ekki koma niður á nemendum. „Við leggjum allt kapp á að þeir útskrifist á réttum tíma. Við erum að skoða núna hvort hægt sé að stytta verknámið og hugsanlega að leyfa nemendum að vera í námsdvöl á sínum heimabæ að litlum hluta. Það er bara mikil óvissa þessa dagana eins og hjá mörgum í samfélaginu. Bændur hafa þó tekið þessu vel og allir sýna þeir ástandinu mikinn skilning sem léttir auðvitað undir,“ segir Kristín í viðtali við Skessuhorn.

Í fréttinni kemur fram að kennsla hafi að öðru leyti verið færð yfir á form fjarkennslu, eins og raunin hafi verið með aðra framhalds- og háskóla, og skólinn hafi verið ágætlega undir slíkt búinn.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...