Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. desember 2021

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut nýlega  titilinn „Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021“. Það var hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI, en samtökin veita verðlaunin á hverju ári.

Þórunn var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttinda. Um 300 tilnefningar bárust til JCI vegna kjörsins. Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag. Þórunn Eva skrifaði bókina „Mia fær lyfjabrunn“, en hugmyndin að bókinni varð til þegar hún var að gera lokaverkefnið sitt í sjúkraliðanáminu v

orið 2019. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti kennari Þórunnar að láta verða af þessari bók.

„Það er mikil þörf fyrir bætta fræðslu í samfélaginu okkar almennt og er hún alls ekki minni innan veggja spítalans og fyrir litla fólkið okkar þar. Það eru alltaf nokkur börn á ári sem þurfa að fá lyfjabrunn og eru ástæðurnar misjafnar. Stór hluti þessara barna eru börn sem greinst hafa með krabbamein en það eru einnig börn með hjartasjúkdóma, Cystic Fibrosis, blóðsjúkdóma, meðfædda ónæmisgalla og meltingar-sjúkdóma sem þurfa að fá lyfjabrunn svo dæmi séu tekin,“ segir m.a. í tilkynningu um verðlaunin. Þórunn Eva á barn sem er með lyfjabrunn og þekkir því ferlið vel.  

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...