Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. desember 2021

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut nýlega  titilinn „Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021“. Það var hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI, en samtökin veita verðlaunin á hverju ári.

Þórunn var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttinda. Um 300 tilnefningar bárust til JCI vegna kjörsins. Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag. Þórunn Eva skrifaði bókina „Mia fær lyfjabrunn“, en hugmyndin að bókinni varð til þegar hún var að gera lokaverkefnið sitt í sjúkraliðanáminu v

orið 2019. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti kennari Þórunnar að láta verða af þessari bók.

„Það er mikil þörf fyrir bætta fræðslu í samfélaginu okkar almennt og er hún alls ekki minni innan veggja spítalans og fyrir litla fólkið okkar þar. Það eru alltaf nokkur börn á ári sem þurfa að fá lyfjabrunn og eru ástæðurnar misjafnar. Stór hluti þessara barna eru börn sem greinst hafa með krabbamein en það eru einnig börn með hjartasjúkdóma, Cystic Fibrosis, blóðsjúkdóma, meðfædda ónæmisgalla og meltingar-sjúkdóma sem þurfa að fá lyfjabrunn svo dæmi séu tekin,“ segir m.a. í tilkynningu um verðlaunin. Þórunn Eva á barn sem er með lyfjabrunn og þekkir því ferlið vel.  

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...