Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Mynd / Kristján Þ Halldórsson af vef Byggðastofnunar
Fréttir 5. ágúst 2021

Framlengja verkefnið Glæðum Grímsey til loka næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ákveðið hefur verið að halda verk­efninu Glæðum Grímsey áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni.

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga leggja verkefninu einnig lið og annast umsýslu þess með Byggðastofnun.

Þáttur íbúa í Grímsey snýst um að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum en þyngst vegur þó dugnaður þeirra sjálfra í verkefninu. Íbúar komu saman á dögunum til fundar sem loks var hægt að boða eftir að kórónuveirufaraldur er í rénun, en farið var yfir stöðuna og framhaldið rætt. Mæting á fundinn var mjög góð.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi.

Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni.

Á bryggjunni í Grímsey.

Góð mæting var á íbúafund sem haldinn var um verkefnið nýverið.

Skylt efni: Grímsey | Glæðum Grímsey

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...