Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Mynd / Kristján Þ Halldórsson af vef Byggðastofnunar
Fréttir 5. ágúst 2021

Framlengja verkefnið Glæðum Grímsey til loka næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ákveðið hefur verið að halda verk­efninu Glæðum Grímsey áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni.

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga leggja verkefninu einnig lið og annast umsýslu þess með Byggðastofnun.

Þáttur íbúa í Grímsey snýst um að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum en þyngst vegur þó dugnaður þeirra sjálfra í verkefninu. Íbúar komu saman á dögunum til fundar sem loks var hægt að boða eftir að kórónuveirufaraldur er í rénun, en farið var yfir stöðuna og framhaldið rætt. Mæting á fundinn var mjög góð.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi.

Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni.

Á bryggjunni í Grímsey.

Góð mæting var á íbúafund sem haldinn var um verkefnið nýverið.

Skylt efni: Grímsey | Glæðum Grímsey

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...