Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Mynd / Kristján Þ Halldórsson af vef Byggðastofnunar
Fréttir 5. ágúst 2021

Framlengja verkefnið Glæðum Grímsey til loka næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ákveðið hefur verið að halda verk­efninu Glæðum Grímsey áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni.

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga leggja verkefninu einnig lið og annast umsýslu þess með Byggðastofnun.

Þáttur íbúa í Grímsey snýst um að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum en þyngst vegur þó dugnaður þeirra sjálfra í verkefninu. Íbúar komu saman á dögunum til fundar sem loks var hægt að boða eftir að kórónuveirufaraldur er í rénun, en farið var yfir stöðuna og framhaldið rætt. Mæting á fundinn var mjög góð.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi.

Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni.

Á bryggjunni í Grímsey.

Góð mæting var á íbúafund sem haldinn var um verkefnið nýverið.

Skylt efni: Grímsey | Glæðum Grímsey

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...