Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur með klasa af hindberjum á mismunandi þroskaskeiði.
Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur með klasa af hindberjum á mismunandi þroskaskeiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 31. maí 2019

Framleiðir nú um eina milljón og eitt hundrað þúsund trjáplöntur á ári til skógræktar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Garðyrkjustöðin Kvistar í Reyk­holti í  Biskupstungum í Bláskógabyggð er öflug í ræktun trjáplantna fyrir skóg­ræktarbændur, félög og einstaklinga. Hólmfríður Geirs­dóttir garðyrkjufræðingur, sem á og rekur stöðina ásamt eigin­manni sínum og rafvélavirkja Steinari Á. Jensen, segir að nú sé verið að gefa í.  
 
Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 ákváðu stjórnvöld að draga saman framlög til skógræktar í landinu. Það hafði þegar mjög neikvæð áhrif á starfsemi Kvista og neyddust þau hjón þá til að draga saman seglin í trjáplönturæktun. 
 
„Nú erum við aftur að gefa í. Stjórnvöld hafa lofað auknum fjárveitingum í þetta á næstu árum,“ segir Hólmfríður. 
 
Komin í svipaða trjáplöntu­framleiðslu og fyrir hrun
 
„Fyrir hrun vorum við að selja um milljón trjáplöntur. Það fór alveg niður í um 500–600.000 plöntur eftir hrunið og erum við nú komin upp í um 1.100.000 plöntur. Þetta lofar góðu og við vonum bara að loforðum stjórnvalda verði fylgt eftir á næstu árum. Þetta er liður í kolefnisbindingu til framtíðar.“
 
Hólmfríður segir að á Suður­landi sé fyrst og fremst verið að rækta sitkagreini, stafafuru og ösp auk birkis. Hlutfallsleg skiptin á milli greni, furu og birkis sé mjög áþekk. Heldur minna hafi verið gróðursett af ösp þótt nú sé verið að bæta þar í. 
 
„Það er verið að planta ösp í stóra reiti til kolefnisbindingar og einnig til viðarframleiðslu. Væntanlega kaupir Járnblendið á Grundartanga talsvert af slíkum viði sem kurli.“
 
Öspin er þekkt fyrir að vera mjög hraðvaxin og hefur verið vinsæl af þeim sökum. Þessum vaxtarhraða hafa menn verið að reyna að ná í öðrum tegundum og m.a. með nýju yrki sem er blanda af Evrópulerki og Rússalerki. Sá blendingur heitir Hrimur. Segist Hólmfríður vona að þarna sé komið lerki sem henti betur fyrir landið í heild. 
 
„Þetta er á byrjunarstigi, en loksins komið svolítið af fræi, en plönturnar eru enn ungar þótt búið sé að planta einhverju út.“  
 
Trjáplönturnar sem seldar eru frá Kvistum eru frá 7 til 25 sentímetrar að hæð, misjafnt eftir tegundum. Allar eru þær ræktaðar samkvæmt gæðastöðlum og er framleitt út frá útboðum Ríkiskaupa. Þá kaupir ríkið plönturnar af stöðinni og þeim er síðan dreift til skógarbænda sem þátt taka í landshlutaverkefnum um skógrækt. 
 
Berjauppskeran á fullu
 
Garðyrkjustöðin Kvistar hefur líka verið öflug í berjarækt þar sem allt er í fullum gangi þessa dagana. Mest er þar ræktað af jarðarberjum, en síðan talsvert af hindberjum og brómberjum. Eru ber nú tínd á hverjum degi í sendingar sem fara á markað í Reykjavík þrisvar í viku.
 
Hólmfríður segir að þau eigi nú þrjár garðyrkjustöðvar og séu með 2.000 fermetra undir þaki fyrir skógarplönturnar og 4.000 fermetra fyrir berjarækt. Auk þess er svo um 5.000 fermetra útisvæði fyrir skógarplöntur. Þessa dagana starfa um 15 manns við framleiðsluna auk Hólmfríðar og Steinars. 
 
„Starfsmenn okkar koma víða að, en mest eru þetta útlendingar frá flestum heimshornum,“ segir Hólmfríður. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...