Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Feðgarnir Bradley og Barney Walsh tóku upp hluta af vinsælum þætti sínum í Laugalandskógi þar sem þeir sóttu sér jólatré.
Feðgarnir Bradley og Barney Walsh tóku upp hluta af vinsælum þætti sínum í Laugalandskógi þar sem þeir sóttu sér jólatré.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Laugalands­skóg á aðventunni til að höggva sitt eigið jólatré.

Athöfnin var tekin upp og sýnd í þættinum Bradley and Barney: Breaking Dad at Christmas á sjón­varps­stöðinni ITV í Bretlandi á sjálft aðfangadagskvöld. Gert er ráð fyrir að um 20 milljón manns hafi fylgst með gjörningnum.

„Þeir feðgar ásamt fylgdarliði, um 40 manns, voru afar viðkunnanlegir og viðræðugóðir, sungu jólalögin og þáðu að sjálfsögðu rjúkandi ketilkaffi og popp þegar draumatréð var fundið,“ segir á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Þessi knáa eyfirska stafafura hefur sem sagt lagt heiminn að fótum sér.“ 

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, splæsti í mynd af sér með feðgunum.

Skylt efni: Laugalandsskógur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...