Hópurinn heimsækir bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði. Mynd / LBHÍ.
Hópurinn heimsækir bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði. Mynd / LBHÍ.
Fréttir 10. desember

FourSalmon kannar samfélagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í lok október var haldinn fundur hérlendis vegna nýs norræns verkefnis sem kallast FourSalmon og felst í að skoða samfélagsleg og umhverfisleg áhrif af fiskeldi.

Meginviðfangsefnið er laxeldi í sjókvíum og horft til stefnumótunar, stjórnunar og eftirlits, áhrifa á nærumhverfið og samfélagið, áskorana og tækifæra.

Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans, segir að markmið verkefnisins sé að taka saman upplýsingar í fjórum löndum, Noregi, Færeyjum, Kanada og Íslandi, þar sem meðal annars er horft til laga og reglugerða í löndunum. Sérfræðingar frá Nofima og Háskólanum í Tromsö í Noregi, Háskólanum í Færeyjum, Háskólanum í Ottawa í Kanada, Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands taka þátt í verkefninu.

„Hópurinn fundaði með þeim stofnunum sem koma að umhverfismati, eftirliti og leyfisveitingum, sem og burðarþolsmati, það er að segja Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sveitarstjórnum á Tálknafirði og í Vesturbyggð, auk þess sem leitað var upplýsinga til annarra hagaðila, samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambands veiðifélaga. Þá fór hópurinn í skoðunarferð í nýju seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði.

Tækifæri og áskoranir

„Náttúruauðlindir á norðurslóðum skapa mikil tækifæri en einnig áskoranir fyrir samfélögin. Fiskeldi í sjókvíum er að ryðja sér til rúms og hefur haft áhrif á þróun byggða í dreifbýli í þátttökulöndunum.

Hérlendis höfum við til dæmis séð fjölgun íbúa í nærumhverfi fiskeldisfyrirtækja. Það eru þó ýmsar áskoranir sem snúa bæði að umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Í verkefninu er ætlunin að taka saman þær upplýsingar og gera samanburð milli landanna fjögurra á því hvernig stjórnun þessara þátta er háttað. ,Þannig má auka þekkingu, styðja við og stuðla að framþróun og þekkingarmiðlun milli landanna,“ segir Ragnheiður.

Sérfræðingar með þverfaglegan bakgrunn

Verkefnið er stutt af Fram Centre í Noregi (The High North Research
Centre for Climate and the Environment). Verkefnishópurinn samanstendur af sérfræðingum með þverfaglegan bakgrunn í félagsfræði, skipulagsfræði, umhverfisstjórnun, tæknigreinum og líffræði.

„Allir í hópnum eiga það sameiginlegt að hafa unnið að verkefnum á
sviði fiskeldis til fjölda ára, sem snúa að lagaumhverfi, eftirliti, leyfismálum, umhverfismati og/eða vottun á sjálfbærni.“

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...