Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Fréttir 8. október 2014

Fjárfestingamál risagróðurhússins við Grindavík eru ófrágengin

Höfundur: smh

Í byrjun júlímánaðar síðastliðnum greindum við frá því hér í blaðinu að fyrirhuguðum framkvæmdum við risagróðurhús. Ætlunin var að reisa það í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík, en framkvæmdum hafði seinkað um sex mánuði frá upphaflegri áætlun. Enn liggja fjárfestingasamningar ekki fyrir, þótt stefnt hefði verið að ljúka þeim málum í júlí.

Kristján Eysteinsson, talsmaður fyrirtækisins EsBro á Íslandi, sem hyggur á þessa framkvæmd, sagði í viðtali við blaðið í sumar að fjárfestingasamningar myndu liggja fyrir í lok júlímánaðar – en þeir eru meðal annars forsenda þess að ríkið taki formlega afstöðu til umsóknar um mögulegar ívilnanir til handa fyrirtækinu.

Tíu þúsund tonn af vistvænum tómötum

Í viðtalinu í sumar kom fram að gert væri ráð fyrir um tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað.

Kristján segir nú að fjárfestingamálin séu ófrágengin. Hann segist vænta þess að fá upplýsingar um framtíð verkefnisins á allra næstu dögum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...