Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Fréttir 8. október 2014

Fjárfestingamál risagróðurhússins við Grindavík eru ófrágengin

Höfundur: smh

Í byrjun júlímánaðar síðastliðnum greindum við frá því hér í blaðinu að fyrirhuguðum framkvæmdum við risagróðurhús. Ætlunin var að reisa það í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík, en framkvæmdum hafði seinkað um sex mánuði frá upphaflegri áætlun. Enn liggja fjárfestingasamningar ekki fyrir, þótt stefnt hefði verið að ljúka þeim málum í júlí.

Kristján Eysteinsson, talsmaður fyrirtækisins EsBro á Íslandi, sem hyggur á þessa framkvæmd, sagði í viðtali við blaðið í sumar að fjárfestingasamningar myndu liggja fyrir í lok júlímánaðar – en þeir eru meðal annars forsenda þess að ríkið taki formlega afstöðu til umsóknar um mögulegar ívilnanir til handa fyrirtækinu.

Tíu þúsund tonn af vistvænum tómötum

Í viðtalinu í sumar kom fram að gert væri ráð fyrir um tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað.

Kristján segir nú að fjárfestingamálin séu ófrágengin. Hann segist vænta þess að fá upplýsingar um framtíð verkefnisins á allra næstu dögum.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...