Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Björn Halldórsson, bóndi á Valþjófsstöðum í Norðurþingi, að sá birkifræi.
Björn Halldórsson, bóndi á Valþjófsstöðum í Norðurþingi, að sá birkifræi.
Fréttir 27. janúar 2022

Fiskimykja til landgræðslu og skógræktar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Björn Halldórsson, bóndi á Valþjófs­stöðum í Núpasveit, er að skoða möguleika á að nota úrgang úr seiðaeldisstöð á Kópaskeri til landgræðslu. Úrgangurinn kallast fiskimykja.

„Allt er þetta á hugmyndastigi enn sem komið er, en það er rétt að ég er að skoða möguleikann á að nota lífrænan úrgang frá seiðaeldisstöð við Kópasker. Úrgangurinn sem um er að ræða er að mestu skítur úr seiðunum en líka eitthvað af fóðurleifum.“

Fáist leyfi til að nýta úrganginn verður mykjunni dreift með haugsugu.

Enn í skoðun

Við Öxarfjörð eru tvær eldisstöðvar á landi og mikið magn af lífrænum úrgangi mun falla til. Að sögn Björns má ekki losa úrgang eins og þennan í sjóinn og fráleitt að urða hann á landi þar sem í úrganginum eru heilmikil verðmæti sem meðal annars mætti nota sem lífrænan áburð til landgræðslu. Ekki síst í ljósi þess að innfluttur áburður hefur verið að hækka gríðarlega í verði.

„Kveikjan að hugmyndinni er komin frá framkvæmdastjóra eldisstöðvarinnar við Kópasker en hann hafði samband og spurði hvort hægt væri að nýta úrganginn til að græða upp land.

Eins og staðan er í dag vil ég helst tala varlega um allar áætlanir þar sem við eigum meðal annars eftir að skoða hvort heilbrigðisfulltrúinn í Norðurþingi muni leyfa dreifingu úrgangsins,“ segir Björn.

100% lífrænn áburður

Jónatan Þórðarson, þróunarstjóri hjá Fiskeldisstöðinni Rifós hf. í Kelduhverfi, sem byggði landstöðina á Kópaskeri, segir að í stöðinni sé fullkominn hreinsibúnaður sem hreinsar fiskimykju og fóðurleifar frá affallsvatni. „Fiskimykjan sem við bjóðum bændum ókeypis er lífrænn og vottaður áburður frá Túni og Mast hefur veitt framleiðsluleyfi fyrir honum. Mykjuna má því nota á tún, til að græða upp örfoka land og í lífrænt vottaða framleiðslu svo lengi sem heilbrigðiseftirlitið gefur leyfi til að dreifa henni.“

Að sögn Jónatans er reiknað með að við fulla framleiðslu eldisstöðvarinnar muni falla til um 160 tonn af þurrefni á ári en um 500 tonn af blautri mykju.

Kemur vel út í fyrstu tilraun

Magnús H. Jóhannsson, teymisstjóri hjá Landgræðslunni, segist hafa góða trú á fiskimykju til uppgræðslu. „Við prófuðum mykjuna síðastliðið vor í tilraun á illa grónum mel á Geitasandi á Rangárvöllum og þar lofar hún mjög góðu.

Gróðurinn sem fiskimykjan fór á tók ágætlega við sér í samanburði við aðrar tegundir lífræns úrgangs og tilbúinn áburð. Tilraun af þessu tagi og uppgræðsla er langtímaverkefni og því of snemmt að segja nokkuð um endanlega útkomu hennar.

Fiskimykja eins og annar lífrænn áburður er misjafn milli staða og því erfitt að segja til um gæði hennar nema með efnagreiningu, en svo lengi sem hún er ekki brimsölt tel ég mykjuna geta verið mjög góðan áburð.“

Magnús H. Jóhannsson, teymisstjóri hjá Landgræðslunni.

130 hektarar girtir til skógræktar

Björn er að girða af 130 hektara á Valþjófsstöðum til skógræktar. „Landið er að hluta til melar sem ég hef verið að sá í birkifræi og til að þurfa ekki að dreifa með því tilbúnum áburði langar mig að prófa fiskimykjuna þar. Með birkifræinu sái ég einnig lúpínu til að auka frjósemi jarðvegsins. Reynslan sýnir að hér vex birki mjög lítið án hjálpar og enn síður þar sem jarðvegurinn er farinn.“

Verkefnið er unnið í samvinnu við bæði Landgræðsluna og Skógræktina en hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að fjármagna verkefnið með því að bjóða fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína innan girðingarinnar.

„Fram til þessa hef ég reynt að fjármagna skógræktina og uppgræðsluna með sauðfjárrækt en slíkt er náttúrlega galið til lengdar.“

Nú þegar hefur eitt fyrirtæki, Brim Explorer í Noregi, haft samband við Björn um kolefnisbindingu í skóginum á Valþjófsstöðum.

Bjartsýnn á að leyfi fáist

Björn segist bjartsýnn á að fá leyfi til að gera tilraun með fiskimykjuna, að minnsta kosti innan skógræktargirðingarinnar, þar sem fé getur ekki gengið í úrganginn til að byrja með. „Ef leyfið fæst gæti verkefnið hafist strax næsta vor og þá verður mykjunni dreift með haugsugu og allra best væri ef það rigndi í kjölfarið, áður en að mykjan þornaði og myndaði skán.“

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...