Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fiskafli dregst enn meira saman
Fréttir 30. apríl 2019

Fiskafli dregst enn meira saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur fiskafli í heiminum dregist veru­lega saman vegna ofveiða en spár gera ráð fyrir að sá samdráttur eigi eftir að aukast enn meira vegna hækkandi hitastigs í hafinu. Samdráttur afla í Norðursjó er með þeim mestu í heimi.

Samdráttur í afla nytjastofna síðustu áttatíu ár er misjafn milli tegunda, eða allt frá því að vera yfir 35% og niður í tæp 4%. Tölurnar sem um ræðir byggja á skráningu á afla á árunum frá og með 1930 til 2010 og lengi vel var ofveiðum kennt um. Nú hefur önnur ógn við fiskveiðar komið en það mun vera hlýnun sjávar og breytingar í fæðuöflun fiska af þess völdum. Auk þess sem súrnun sjávar hefur sín áhrif.

Rannsóknarhópurinn, sem birti niðurstöður sínar í tímaritinu Science, náði til 38 svæða og 232 ólíkra stofna 124 fisktegunda og um 1/3 af fiskafla heimsins. Meðal þess sem rannsóknin náði yfir var afli og breytingar á sjávarhita.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að mestur samdráttur í fiskafla hefur orðið í Norðursjó, Japanshafi og út af Íberíuskaga og í Biksæflóa. Niðurstaðan sýndi aftur á móti aukningu í fiskafla við Labrador, Nýfundnaland, Eystrasaltshafinu, Indlandshafi og í hafinu út af norðausturströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...