Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fiskafli dregst enn meira saman
Fréttir 30. apríl 2019

Fiskafli dregst enn meira saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur fiskafli í heiminum dregist veru­lega saman vegna ofveiða en spár gera ráð fyrir að sá samdráttur eigi eftir að aukast enn meira vegna hækkandi hitastigs í hafinu. Samdráttur afla í Norðursjó er með þeim mestu í heimi.

Samdráttur í afla nytjastofna síðustu áttatíu ár er misjafn milli tegunda, eða allt frá því að vera yfir 35% og niður í tæp 4%. Tölurnar sem um ræðir byggja á skráningu á afla á árunum frá og með 1930 til 2010 og lengi vel var ofveiðum kennt um. Nú hefur önnur ógn við fiskveiðar komið en það mun vera hlýnun sjávar og breytingar í fæðuöflun fiska af þess völdum. Auk þess sem súrnun sjávar hefur sín áhrif.

Rannsóknarhópurinn, sem birti niðurstöður sínar í tímaritinu Science, náði til 38 svæða og 232 ólíkra stofna 124 fisktegunda og um 1/3 af fiskafla heimsins. Meðal þess sem rannsóknin náði yfir var afli og breytingar á sjávarhita.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að mestur samdráttur í fiskafla hefur orðið í Norðursjó, Japanshafi og út af Íberíuskaga og í Biksæflóa. Niðurstaðan sýndi aftur á móti aukningu í fiskafla við Labrador, Nýfundnaland, Eystrasaltshafinu, Indlandshafi og í hafinu út af norðausturströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. 

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...