Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fimm tegundir hafa snúið aftur
Fréttir 27. mars 2019

Fimm tegundir hafa snúið aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýr sem talin hafa verið útdauð finnast öðru hverju. Sum dýranna hafa verið talin útdauð í milljónir ára. Meðal þessara dýra eru hyrndur froskur og tegund villihunda.

Fyrr í þessum mánuði fann líffræðingur sem var að störfum í regnskógi í Suður-Ameríku sérkennilegan hyrndan frosk sem kominn var á skrá yfir útdauð dýr vegna skógareyðingar.

Á síðasta ári römbuðu menn á skjaldbökutegund sem ekki hefur sést í rúma öld. Um var að ræða eitt kvendýr sem flutt hefur verið á afdrep fyrir skjaldbökur í von um að það finnist fyrir hana maki.

Árið 1938 veiddist fiskur út af strönd Suður-Afríku sem talið var að hefði dáið fyrir 65 milljónum ára. Við nánari leit fundust fleiri slíkir fiskar, sem ná allt að tveggja metra lengd, á svipuðum slóðum.

Náttúruverndarsinnar óttast að tegundinni sé veruleg hætta búin vegna væntanlegrar olíuleitar út af ströndum S-Afríku.

Fyrir tveimur árum fannst hópur af villtum hundum í Indónesíu en tegundin hefur verið talin útdauð í meira en hálfa öld. Talið er að hundarnir séu síðust leifa af frumstæðustu tegund hunda sem til er í heiminum.

Skömmu eftir síðustu aldamót fannst eðlutegund, eða skinka, sem lengi hafði verið talin útdauð. Skinkan fannst ekki á Selfossi eins og margir gætu haldið heldur í Nýju Kaledóníu. Talsvert hefur fundist af einstaklingum af tegundinni síðan þá

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...