Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Höfundur: smh

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, um vernd villtra plantna, dýra og búsvæða, sem kallast Emerald Network. Svæðin eru Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndar­svæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins er fjallað um tilnefningarnar og þar segir að svæðin hafi verið valin vegna þess að þau uppfylli kröfur, að hluta eða öllu leyti, um lagalega stöðu verndunar, umsjónar, vöktunar og áætlana um hvernig vernd og stjórnun sé háttað.

Aðili að Bernarsamningnum frá 1993

Ísland hefur verið aðili að Bernar­samningnum um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu frá árinu 1993.

Til að fylgja eftir markmiðum samningsins er lagt til að ríki geri tillögu að svæðum sem verði hluti af Emerald Network. Markmiðið er að mynda net verndarsvæða í Evrópu. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða í smærri skrefum.

„Í samvinnu við Ísland verða tillögur Íslands metnar af sérfræðingum samningsins m.t.t. þeirra gagna sem skilað var inn til samningsins. Ekki liggur því enn fyrir hvort svæðin verði samþykkt sem hluti af Emerald Network, en niðurstöðu er að vænta á næsta ári,“ segir á vef ráðuneytisins.

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...