Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Höfundur: smh

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, um vernd villtra plantna, dýra og búsvæða, sem kallast Emerald Network. Svæðin eru Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndar­svæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins er fjallað um tilnefningarnar og þar segir að svæðin hafi verið valin vegna þess að þau uppfylli kröfur, að hluta eða öllu leyti, um lagalega stöðu verndunar, umsjónar, vöktunar og áætlana um hvernig vernd og stjórnun sé háttað.

Aðili að Bernarsamningnum frá 1993

Ísland hefur verið aðili að Bernar­samningnum um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu frá árinu 1993.

Til að fylgja eftir markmiðum samningsins er lagt til að ríki geri tillögu að svæðum sem verði hluti af Emerald Network. Markmiðið er að mynda net verndarsvæða í Evrópu. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða í smærri skrefum.

„Í samvinnu við Ísland verða tillögur Íslands metnar af sérfræðingum samningsins m.t.t. þeirra gagna sem skilað var inn til samningsins. Ekki liggur því enn fyrir hvort svæðin verði samþykkt sem hluti af Emerald Network, en niðurstöðu er að vænta á næsta ári,“ segir á vef ráðuneytisins.

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...