Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra
Mynd / BBL
Fréttir 9. mars 2017

Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra

Stjórn Félags eyfirskra kúabænda (FEK)  hefur sent frá sér tilkynningu þar sem framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra, í vegferð hennar að breyttum búvörulögum, er gagnrýnd harðlega.

„Á fjölmennum aðalfundi FEK í Hlíðarbæ á dögunum fullyrti Þorgerður að samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga myndi fjalla efnislega um þau atriði sem hún hefur nú sett inn í drög að nýju frumvarpi til breytinga á búvörulögum. Engar greiningar liggja fyrir um hvaða áhrif boðaðar breytingar munu hafa á verðþróun mjólkurafurða en ljóst er að jafn róttæk stefnubreyting og hér er um að ræða mun hafa afleiðingar inn í verðlagningu þeirra og mögulega hækka verð til neytenda. Stjórn Félags eyfirskra kúabænda harmar að ráðherra skuli ekki standa við orð sín og velji að sniðganga vilja alþingis og taka þessi efnisatriði út úr endurskoðunar vinnu samráðshópsins. Ennfremur telur stjórn FEK ámælisvert að ráðherrann vilji ekki hafa samráð við forystu bænda um fyrirhugaðar breytingar, líkt og hún hefur áður sagt.

FEK skorar á önnur undirfélög Landsambands Kúabænda að taka afstöðu til málsins,“ segir í tilkynningunni.

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...