Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra
Mynd / BBL
Fréttir 9. mars 2017

Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra

Stjórn Félags eyfirskra kúabænda (FEK)  hefur sent frá sér tilkynningu þar sem framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra, í vegferð hennar að breyttum búvörulögum, er gagnrýnd harðlega.

„Á fjölmennum aðalfundi FEK í Hlíðarbæ á dögunum fullyrti Þorgerður að samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga myndi fjalla efnislega um þau atriði sem hún hefur nú sett inn í drög að nýju frumvarpi til breytinga á búvörulögum. Engar greiningar liggja fyrir um hvaða áhrif boðaðar breytingar munu hafa á verðþróun mjólkurafurða en ljóst er að jafn róttæk stefnubreyting og hér er um að ræða mun hafa afleiðingar inn í verðlagningu þeirra og mögulega hækka verð til neytenda. Stjórn Félags eyfirskra kúabænda harmar að ráðherra skuli ekki standa við orð sín og velji að sniðganga vilja alþingis og taka þessi efnisatriði út úr endurskoðunar vinnu samráðshópsins. Ennfremur telur stjórn FEK ámælisvert að ráðherrann vilji ekki hafa samráð við forystu bænda um fyrirhugaðar breytingar, líkt og hún hefur áður sagt.

FEK skorar á önnur undirfélög Landsambands Kúabænda að taka afstöðu til málsins,“ segir í tilkynningunni.

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...