Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 22. apríl 2020

Fékk 200 milljónir í arf frá fyrrum kennara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur arfleitt skólann að öllum eignum sínum sem áætlað er að nemi um 200 milljónum króna. Magnús lést 28. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.

Ragnheiður I. Þórarins­dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gjöfin sé mjög rausnarleg, komi að góðum notum fyrir skólann og að allir starfsmenn skólans séu mjög þakklátir fyrir hana.

Arfinum fylgir það skilyrði að hann verði nýttur við skólann að starfsemi sem tengdist starfi Magnúsar.

„Kvaðir arfsins fela í sér að fjármunina skuli nýta til að byggja upp aðstöðu til rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Arfinn má einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu við skólann eða verknámsaðstöðu á Hvanneyri.“

Magnús varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var, auk kennslu, að koma upp grasagarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann og bjó á Hvanneyri nánast allan sinn starfsferil. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...