Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 22. apríl 2020

Fékk 200 milljónir í arf frá fyrrum kennara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur arfleitt skólann að öllum eignum sínum sem áætlað er að nemi um 200 milljónum króna. Magnús lést 28. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.

Ragnheiður I. Þórarins­dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gjöfin sé mjög rausnarleg, komi að góðum notum fyrir skólann og að allir starfsmenn skólans séu mjög þakklátir fyrir hana.

Arfinum fylgir það skilyrði að hann verði nýttur við skólann að starfsemi sem tengdist starfi Magnúsar.

„Kvaðir arfsins fela í sér að fjármunina skuli nýta til að byggja upp aðstöðu til rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Arfinn má einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu við skólann eða verknámsaðstöðu á Hvanneyri.“

Magnús varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var, auk kennslu, að koma upp grasagarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann og bjó á Hvanneyri nánast allan sinn starfsferil. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...