Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 22. apríl 2020

Fékk 200 milljónir í arf frá fyrrum kennara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur arfleitt skólann að öllum eignum sínum sem áætlað er að nemi um 200 milljónum króna. Magnús lést 28. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.

Ragnheiður I. Þórarins­dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gjöfin sé mjög rausnarleg, komi að góðum notum fyrir skólann og að allir starfsmenn skólans séu mjög þakklátir fyrir hana.

Arfinum fylgir það skilyrði að hann verði nýttur við skólann að starfsemi sem tengdist starfi Magnúsar.

„Kvaðir arfsins fela í sér að fjármunina skuli nýta til að byggja upp aðstöðu til rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Arfinn má einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu við skólann eða verknámsaðstöðu á Hvanneyri.“

Magnús varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var, auk kennslu, að koma upp grasagarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann og bjó á Hvanneyri nánast allan sinn starfsferil. 

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...