Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fé kemur vænt af fjalli
Fréttir 8. september 2023

Fé kemur vænt af fjalli

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að fé sitt komi vænt af fjalli.

Trausti Hjálmarsson.

Bændablaðið náði tali af honum í smalamennsku, en hann er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og réttar í Biskupstungnaréttum.

„Mér sýnist fé hér almennt koma vænt af fjalli, það lítur út fyrir að vera í góðu meðallagi,“ segir Trausti. Hann hafði ekki haft fregnir af fé í öðrum landshlutum en vonaði að sumarið hefði farið vel með fé og það kæmi vel út í öllum landshlutum.

Aðspurður hvernig gengi að manna göngurnar sagði hann að það gengi vel. „Það er alltaf ásókn í þetta af fólki sem hefur gaman af að koma og taka þátt í þeirri upplifun sem göngurnar eru, að vera úti í náttúrunni og smala fé heim af fjalli.“

Að sama skapi segir Trausti það alltaf vera jafn vinsælt meðal almennings að mæta í réttir. „Í fyrra var fyrsta árið eftir að Covidhömlum var aflétt og mæting í réttir meðal almennings var góð. Ég held að það verði lítið gefið eftir í ár. Við vonumst allavega til þess að sem flestir mæti og gleðjist með okkur.

Ég óska sauðfjárbændum öllum alls hins besta og vona að sumarið hafi farið vel með féð.“

Skylt efni: smalamennska

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...