Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Fé kemur vænt af fjalli
Fréttir 8. september 2023

Fé kemur vænt af fjalli

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að fé sitt komi vænt af fjalli.

Trausti Hjálmarsson.

Bændablaðið náði tali af honum í smalamennsku, en hann er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og réttar í Biskupstungnaréttum.

„Mér sýnist fé hér almennt koma vænt af fjalli, það lítur út fyrir að vera í góðu meðallagi,“ segir Trausti. Hann hafði ekki haft fregnir af fé í öðrum landshlutum en vonaði að sumarið hefði farið vel með fé og það kæmi vel út í öllum landshlutum.

Aðspurður hvernig gengi að manna göngurnar sagði hann að það gengi vel. „Það er alltaf ásókn í þetta af fólki sem hefur gaman af að koma og taka þátt í þeirri upplifun sem göngurnar eru, að vera úti í náttúrunni og smala fé heim af fjalli.“

Að sama skapi segir Trausti það alltaf vera jafn vinsælt meðal almennings að mæta í réttir. „Í fyrra var fyrsta árið eftir að Covidhömlum var aflétt og mæting í réttir meðal almennings var góð. Ég held að það verði lítið gefið eftir í ár. Við vonumst allavega til þess að sem flestir mæti og gleðjist með okkur.

Ég óska sauðfjárbændum öllum alls hins besta og vona að sumarið hafi farið vel með féð.“

Skylt efni: smalamennska

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...