Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan.
Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 4. apríl 2022

Fæstir fylgja ráðleggingum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðeins 2% landsmanna ná að uppfylla ráðleggingar um mataræði í heild miðað við niðurstöður landskönnunar sem Embætti landlæknis og Rannsóknarstofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands framkvæmdu á árunum 2019–2021.

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan manna, bæði til skemmri og lengri tíma. Embætti landlæknis hefur frá árinu 1990 fylgst reglulega með mataræði landsmanna með það að markmiði að leiðbeina bæði almenningi og stjórnvöldum um hvað megi bæta. Niðurstöður einnar slíkrar könnunar var gerð opinber á dögunum og var hún borin saman við niðurstöður könnunar frá árinu 2019.
Þar kemur í ljós að neysla ávaxta, mjólkur og trefjaefna minnkar. Inntaka kolvetna og viðbætts sykurs er á niðurleið en mettuð fita er enn of há miðað við ráðleggingar.

Samkvæmt niður- stöðunum stendur grænmetisneysla í stað og er að meðaltali 114 grömm á dag. Einungis 1% þátttakenda borðuðu meira en 250 grömm af grænmeti á dag eins og ráðlagt er. Dregið hefur úr neyslu ávaxta og berja og er minna en 100 grömm á dag en ráðlagður dagskammtur er 250-300 grömm á dag. Hreinir safar eru þó undanskildir tölunum.
Íslendingar mættu borða meira af heilkornavörum á borð við heila hafra, bygg, rúg, heilhveiti og hýðishrísgrjón og skipta þeim út fyrir fínni vörur. Meðalneysla heilkorna er aðeins 56 grömm á dag en ráðlagt er að neyta 70 gramma á dag. Um 30% þátttakenda neyttu engra heilhveitikornvara þá daga sem neysla þeirra var skrásett. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk borðar tvöfalt meira af sætabrauði, kökum og kexi en af heilkornavörum, eða rúm 300 grömm á viku.

Minni mjólk en meiri ostur

Grænmetisréttir sem innihalda baunir, linsur, hnetur og fræ var á borðum hjá fjórðungi þátttakenda einu sinni í viku eða oftar. Meðalneysla af hnetum var um 5 grömm af dag en ráðlagt er að borða um 30 grömm á dag, eða það sem nemur hnefafylli.

Rúmlega þriðjungur þátttakenda sögðust borða 2-3 fiskmáltíðir á viku eins og ráðlagt er. Minna en 1% af konum í yngsta aldurs­hópnum (18–39 ára) fylgdu þeim ráðleggingum.

Neysla á rauðu kjöti er hins vegar umfram ráðlögð viðmið. Heildarkjötneysla fer þó minnkandi og er 581 gramm á viku. Ráðlagt er að fara ekki yfir 500 grömm á viku. Á sama tíma hefur neysla á alifuglakjöti aukist og er nú um 245 grömm á viku.
Rúm 30% þátttakenda inn- byrða ráðlagðan dagskammt af mjólk og mjólkurvörum. Meðalmjólkurneysla hefur minnkað töluvert, úr 300 í 245 g á dag. Neysla á feitri mjólk hefur aukist á meðan fituminni mjólk er minna drukkin. Neysla á osti hefur aukist um 20% frá árinu 2019. Um 54% kvenna ná ekki ráðlögðum dagskammti af kalki gegnum fæðuflokkinn en hægt er að ná kalki úr öðrum vörum, t.d. með kalkbættri jurtamjólk.

Neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum er á niðurleið og minnkaði um 40% milli kannana. Ungir karlar drekka mest af þessum drykkjum, en 40% karla á aldrinum 18–39 drekka meira en lítra af sykruðum gosdrykkjum á viku. Sælgætisneysla og ísát stóð í stað frá fyrri könnun, en fram kom í máli Hólmfríðar Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis, að vel þekkt sé vanmat þátttakenda á slíkri neyslu.

Of lítið af kolvetnum

Þegar horft er til þeirra næringar­efna sem þátttakendurnir innbyrtu með matnum kom í ljós að meðaltal heildarorku voru 2.044 hitaeiningar á dag. Þar komu 18% úr próteinum, sem er ríflegt miðað við ráðleggingar. Neysla á fitu hefur aukist og er nú rétt yfir ráðleggingum, eða 41%, og telur þar sér í lagi aukning á mettuðum fitusýrum sem fóru úr fjórtán í sextán prósent milli kannana. Samkvæmt ráðleggingum ættu þær ekki að fara yfir 10%. Á meðan komu 37% úr kolvetnum sem er undir ráðleggingum og mun lægra hlutfall en í síðustu könnun. Í máli Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur kom fram að skýringin á því liggi í minnkandi neyslu trefjaefna og viðbætts sykurs.

Neysla flestra vítamína og steinefna náðu að meðaltali ráðlögðum dagskömmtum. Undantekningin er inntaka D-vítamíns en öllum er ráðlagt að taka auka D-vítamín sem bætiefni. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...