Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga
Fréttir 12. janúar 2018

Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018.

Að sögn Kristjáns Þórs segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að endurskipa samráðshópinn einfalda.

„Það er komin ný ríkisstjórn og ákvæði í stjórnarsáttmálanum sem nauðsynlegt er að komi fram í og við störf nefndarinnar. Í upphafi var ætlunin, þegar til vinnunnar var stofnað við frágang búvörusamninganna, að um fámennari starfshóp yrði að ræða en raun var orðin á. Það er ekkert óeðlilegt við að ríkisstjórnaskiptum fylgi áherslubreytingar.“

Kristján Þór segir að ekki sé búið að ákveða neitt með skipan í samráðshópinn enn sem komið er.
„Ráðuneytið mun á næstu dögum leita eftir óskum um tilnefningar og skipa í hópinn eftir það.“

Rokkandi samráðshópur

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgað í þrettán. Nú hefur verið ákveðið að fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“

Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn.

„Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góð lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu.

Fjölgað úr sjö í þrettán

Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðar­ráðherra skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvöru­samningsins árið 2019.

Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnars­dóttir, endur­skipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...