Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2018

Eygló nýr formaður lífrænna bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR, félags fram­leiðenda í lífrænum búskap, í byrjun apríl síðastliðins var Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, kjörin nýr formaður. Hún tekur við formennsku af Gunnþóri Guðfinnssyni. Með Eygló í stjórn eru Guðfinnur Jakobsson, Guðmundur Ólafsson ritari, Kristján Oddsson gjaldkeri og Þórður G. Halldórsson.

Inngangan í Bændasamtök Íslands mun hjálpa félaginu

Á Búnaðarþingi 2018 var samþykkt aðildarumsókn frá félaginu og segir  Eygló að það muni án efa hjálpa til við að móta félagið betur. „Félagið er opið að því leyti að það eru aðalfélagar sem eru með vottun, en aukafélagar geta þeir orðið sem vilja tilheyra lífrænu hreyfingunni og leggja málefnum hennar lið. 

Ég myndi vilja sjá VOR þróast á þá leið að það yrði vettvangur ekki síður fyrir þá sem stunda fullvinnslu með lífrænt vottað hráefni.

Þá er endurreisn fagráðs í burðarliðnum sem vonandi eykur möguleika á rannsóknum og fræðslustarfi. Það þarf til að mynda að leysa áburðarmál á stórum skala fyrir lífræna framleiðendur,“ segir Eygló.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...