Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Enn er kindakjötið í efsta sæti í kjötframleiðslu landsmanna
Fréttir 17. desember 2021

Enn er kindakjötið í efsta sæti í kjötframleiðslu landsmanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt tölum í mælaborði landbúnaðarins er kindakjöt enn í efsta sæti yfir kjötframleiðslu landsmanna og stendur nánast í stað á milli ára. Framleiðsla á alifuglakjöti er þó alveg að ná kindakjötsframleiðslunni og munar þar einungis 222,2 tonnum.

Heildar kjötframleiðsla íslenskra bænda nam 30.775.061 kg (nær 31 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021. Nær helmingurinn, eða 14.664.669 kg, var framleiddur á þriggja mánaða tímabili, eða frá ágústbyrjun til októberloka.

Þegar framleiðslutölur eru skoðaðar í samanburði við sölutölur frá afurðastöðvum og neyslutölum á íbúa allt frá árinu 1983, sést að um byltingu í neysluháttum á kjöti hefur verið að ræða á þessum tíma. Kindakjötið var afgerandi vinsælasta kjötvaran allt til ársins 2007 þegar alifuglakjötið náði yfirhöndinni. 

Nær 9.400 tonn af kindakjöti og um 9.200 tonn af alifuglakjöti

Nú er sauðfjárslátrun lokið og nam framleiðslan á kindakjöti síðustu 12 mánuði, eða til októberloka, samtals 9.373.354 kg, sem er 0,6% samdráttur á milli ára. Framleiðslan á alifuglakjötinu hefur nánast staðið í stað á milli ára eins og kindakjötsframleiðslan og var 9.150.917 kg og er þar framleiðsluaukning upp á 0,1%. Þetta þýðir að alifuglakjötsframleiðslan er örlítið að saxa á forskot kindakjötsins, eða sem nemur 0,7% á milli ára.  





Mjög ólíkir framleiðsluhættir

Í tölum mælaborðsins kemur glögglega fram hversu ólíkir framleiðsluhættir eru í þessum tveimur kjötgreinum, þ.e. kindakjöts- og alifuglakjötsframleiðslunni. Nær öll framleiðslan á kindakjöti var á þriggja mánaða tímabili, frá byrjun ágúst til októberloka, eða 9.151.297 kg. Það er nærri 98% af ársframleiðslunni. Framleiðsla á alifuglakjöti dreifist aftur á móti nokkuð jafnt yfir allt árið. Þannig voru framleidd frá byrjun ágúst til loka október 2.413.978 kg af alifuglakjöti. Það er rúmlega 26% af ársframleiðslunni.

Misræmi í slátrun og framleiðslutölum yfir árið ræðst auðvitað af mismunandi lífsklukku þessara dýrategunda. Hins vegar hafa oft verið uppi vangaveltur um hvort hægt sé að lengja sláturtímabilið í sauðfjárslátruninni. Þar spila margir þættir inn í dæmið fyrir utan augljósa lífeðlisfræðilega þætti, en þar má t.d. nefna hagkvæmnissjónarmið hjá afurðastöðvum. Hugsanlega kunna örsláturhús með heimaslátrun eitthvað að breyta þeirri mynd.

Um 3,4% samdráttur í svínakjötsframleiðslunni 

Þegar litið er á aðrar kjötgreinar, þá var svínakjötið í þriðja sæti með 6.503.671 kg framleiðslu á 12 mánuðum til loka október. Það var 3,4% samdráttur á milli ára. Árið 2020 var metár í svínakjötsframleiðslunni, sem nam þá um 6.813 tonnum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

5% aukning í nautgripakjöti

Af nautgripakjöti voru framleidd 4.874.635 kg á 12 mánaða tímabili. Þar varð vel merkjanleg framleiðsluaukning, eða sem nemur 5%.

Mikill samdráttur í hrossakjöti 

Alls voru framleidd 872.684 kg af hrossakjöti. Þar hefur framleiðslan verið að dragast saman og nam samdrátturinn 17,4% á milli ára. Megnið af hrossakjötinu hefur að jafnaði verið selt hér innanlands þó dæmi séu til um annað. - Sjá bls. 10 í nýju Bændablaði

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...