Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2023

Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast.

Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður.

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist.

Samkvæmt Tryggva er kolefnis­spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...