Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2023

Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast.

Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður.

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist.

Samkvæmt Tryggva er kolefnis­spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...