Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2023

Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast.

Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður.

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist.

Samkvæmt Tryggva er kolefnis­spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...