Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2023

Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast.

Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður.

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist.

Samkvæmt Tryggva er kolefnis­spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...