Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Mynd / BBL TB
Fréttir 27. júlí 2018

Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt

Höfundur: Bjarni Rúnars

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. 

Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.

Í tillögum og framvinduskýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga koma fram tillögur að bráðaaðgerðum í 5 liðum sem eiga að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019.

  • Að innleiða fækkunarhvata sem felast í útleið fyrir bændur 67 ára og eldri
  • Frysta gæðastýringagreiðslur til að draga úr framleiðslu
  • Lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5
  • Bændum bjóðist þátttaka í þróunarverkefni sem felist í heildstæðri ráðgjöf til þeirra við skipulag búreksturs og landnotkun.
  • Stofnaður verði stöðuleikasjóður sem stjórntæki til að jafna út sveiflur á mörkuðum. 

Nánari útfærsla aðgerðanna er að finna hér

Þá koma einnig fram frá samráðshópnum hugmyndir um breytingar á stuðningskerfi sauðfjárbænda. Í stað ærgilda og gæðastýringar verði komið á nýju „kerfi" sem myndi horfa til þeirra fjármuna sem hvert bú/framleiðandi hafi fengið á undanförnum tveimur til þremur árum á grundvelli þessara tveggja stuðningskerfa. Á þeim grunni yrði til nýr réttur, svokallaður búsetugrunnur.

Lögð er áhersla á að þessi breyting verði rædd og reynt verði að ná um hana samkomulagi við endurskoðun sauðfjársamnings. Útfærsla og þróun geti átt sér stað allt til ársins 2023.

Samráðshópurinn telur mikilvægt að ná fram uppstokkun og einföldun á stuðningi ríkisins og skapa meiri samstöðu meðal sauðfjárbænda. Vinna þurfi gegn því að greini skiptist í ólíka hagsmunahópa eftir því hvernig stuðningi stjórnvalda sé háttað.

 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.