Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Mynd / BBL TB
Fréttir 27. júlí 2018

Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt

Höfundur: Bjarni Rúnars

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. 

Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.

Í tillögum og framvinduskýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga koma fram tillögur að bráðaaðgerðum í 5 liðum sem eiga að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019.

  • Að innleiða fækkunarhvata sem felast í útleið fyrir bændur 67 ára og eldri
  • Frysta gæðastýringagreiðslur til að draga úr framleiðslu
  • Lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5
  • Bændum bjóðist þátttaka í þróunarverkefni sem felist í heildstæðri ráðgjöf til þeirra við skipulag búreksturs og landnotkun.
  • Stofnaður verði stöðuleikasjóður sem stjórntæki til að jafna út sveiflur á mörkuðum. 

Nánari útfærsla aðgerðanna er að finna hér

Þá koma einnig fram frá samráðshópnum hugmyndir um breytingar á stuðningskerfi sauðfjárbænda. Í stað ærgilda og gæðastýringar verði komið á nýju „kerfi" sem myndi horfa til þeirra fjármuna sem hvert bú/framleiðandi hafi fengið á undanförnum tveimur til þremur árum á grundvelli þessara tveggja stuðningskerfa. Á þeim grunni yrði til nýr réttur, svokallaður búsetugrunnur.

Lögð er áhersla á að þessi breyting verði rædd og reynt verði að ná um hana samkomulagi við endurskoðun sauðfjársamnings. Útfærsla og þróun geti átt sér stað allt til ársins 2023.

Samráðshópurinn telur mikilvægt að ná fram uppstokkun og einföldun á stuðningi ríkisins og skapa meiri samstöðu meðal sauðfjárbænda. Vinna þurfi gegn því að greini skiptist í ólíka hagsmunahópa eftir því hvernig stuðningi stjórnvalda sé háttað.

 

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...