Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Frá undirritun búvörusamninga árið 2016
Mynd / BBL TB
Fréttir 27. júlí 2018

Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt

Höfundur: Bjarni Rúnars

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. 

Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.

Í tillögum og framvinduskýrslu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga koma fram tillögur að bráðaaðgerðum í 5 liðum sem eiga að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019.

  • Að innleiða fækkunarhvata sem felast í útleið fyrir bændur 67 ára og eldri
  • Frysta gæðastýringagreiðslur til að draga úr framleiðslu
  • Lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5
  • Bændum bjóðist þátttaka í þróunarverkefni sem felist í heildstæðri ráðgjöf til þeirra við skipulag búreksturs og landnotkun.
  • Stofnaður verði stöðuleikasjóður sem stjórntæki til að jafna út sveiflur á mörkuðum. 

Nánari útfærsla aðgerðanna er að finna hér

Þá koma einnig fram frá samráðshópnum hugmyndir um breytingar á stuðningskerfi sauðfjárbænda. Í stað ærgilda og gæðastýringar verði komið á nýju „kerfi" sem myndi horfa til þeirra fjármuna sem hvert bú/framleiðandi hafi fengið á undanförnum tveimur til þremur árum á grundvelli þessara tveggja stuðningskerfa. Á þeim grunni yrði til nýr réttur, svokallaður búsetugrunnur.

Lögð er áhersla á að þessi breyting verði rædd og reynt verði að ná um hana samkomulagi við endurskoðun sauðfjársamnings. Útfærsla og þróun geti átt sér stað allt til ársins 2023.

Samráðshópurinn telur mikilvægt að ná fram uppstokkun og einföldun á stuðningi ríkisins og skapa meiri samstöðu meðal sauðfjárbænda. Vinna þurfi gegn því að greini skiptist í ólíka hagsmunahópa eftir því hvernig stuðningi stjórnvalda sé háttað.

 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...