Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Fréttir 9. mars 2021

Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um stað­setningu skipa í innsiglingar­rennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingar­rennunnar fjær höfn­inni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Endurbygging og stækkun stálþils­bryggjunnar er á fram­kvæmda­­áætlun siglingasviðs Vega­gerðar­innar 2021–2024.
Stækkunin er lenging á viðlegu­kanti til suðvesturs, þannig að bryggj­an, sem er eins og L í laginu, verður T laga.

Bætt aðstaða fyrir stærri skip

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri, vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps.

Undirbúningur er hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf., sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. 

Skylt efni: Reykhólar

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...