Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar.

Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar.

Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...