Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar.

Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar.

Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...