Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar.

Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar.

Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...