Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eitt hundraðasta tölublað
Fréttir 7. maí 2020

Eitt hundraðasta tölublað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjufélag Íslands er eitt af allra elstu félögum landsins, stofnað árið 1885. Frá 1895 hefur félagið gefið út Garðyrkjuritið með hléum. Fyrir stuttu kom út 100. árgangur þessa merka rits.

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri ritsins, segir að í tilefni 100 ára útgáfusögu Garðyrkjuritsins hafi hún flett í gömlum árgöngum og það hafi vissulega komið henni á óvart hversu klassískt efnið í gömlu blöðunum er. „Efni blaðsins að þessu sinni er ekki síður fjölbreytt og fróðlegt og það ætti að höfða til bæði áhuga- og fagfólks í garðyrkju og ræktun.“

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri Garðyrkjuritsins.

Meðal efnis að þessu sinni er ávarp Bjarkar ritstjóra  og Ómars Valdimarssonar, formanns félagsins. Meðal höfunda að þessu sinni eru Tómas Atli Ponzi, sem segir frá tilraunum með ný tómataafbrigði, Jóhann Pálsson, Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um rósir auk þess sem Hafsteinn Hafliðason segir frá rósinni 'Harison´s Yellow', Kálfafellsrófunni og fjölskyldunni á Kálfafelli. Kristján Friðbertsson, sem er bráðskemmtilegur penni, rekur ævintýri rifsþélunar og segir sögu fingurbjargablóma.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...