Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eitt hundraðasta tölublað
Fréttir 7. maí 2020

Eitt hundraðasta tölublað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjufélag Íslands er eitt af allra elstu félögum landsins, stofnað árið 1885. Frá 1895 hefur félagið gefið út Garðyrkjuritið með hléum. Fyrir stuttu kom út 100. árgangur þessa merka rits.

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri ritsins, segir að í tilefni 100 ára útgáfusögu Garðyrkjuritsins hafi hún flett í gömlum árgöngum og það hafi vissulega komið henni á óvart hversu klassískt efnið í gömlu blöðunum er. „Efni blaðsins að þessu sinni er ekki síður fjölbreytt og fróðlegt og það ætti að höfða til bæði áhuga- og fagfólks í garðyrkju og ræktun.“

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri Garðyrkjuritsins.

Meðal efnis að þessu sinni er ávarp Bjarkar ritstjóra  og Ómars Valdimarssonar, formanns félagsins. Meðal höfunda að þessu sinni eru Tómas Atli Ponzi, sem segir frá tilraunum með ný tómataafbrigði, Jóhann Pálsson, Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um rósir auk þess sem Hafsteinn Hafliðason segir frá rósinni 'Harison´s Yellow', Kálfafellsrófunni og fjölskyldunni á Kálfafelli. Kristján Friðbertsson, sem er bráðskemmtilegur penni, rekur ævintýri rifsþélunar og segir sögu fingurbjargablóma.

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.