Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eingöngu með óerfðabreytt fóður
Fréttir 7. apríl 2015

Eingöngu með óerfðabreytt fóður

Höfundur: smh
Öll egg sem framleidd eru hjá Stjörnueggjum á Vallá Kjalarnesi eru orpin af hænum sem hafa eingöngu verið aldar á óerfðabreyttu fóðri. Líklega er það eina hænsnabúið á Íslandi, af þeim sem framleiða fyrir stórmarkaði, þar sem svo háttar til. Stutt er síðan að engin slík egg fengust í stórmörkuðum.
 
Á síðustu dögum hafa bleikir eggjabakkar frá Stjörnueggjum vakið nokkra athygli í búðarhillum verslana. Að sögn Geirs Gunnars Geirssonar, eiganda  Stjörnueggja, er um að ræða nýja vöru. „Um nokkra hríð hafa brúnegg frá Stjörnueggjum verið í boði í stórmörkuðum, en þau eru framleidd sem vistvæn egg. Til aðgreiningar fyrir þá sem vilja geta valið á milli hvítra eggja og brúnna, bjóðum við brún egg í grænum bökkum og hvít egg í bleikum. Þessum eggjum hefur verið vel tekið og við erum þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ segir Geir Gunnar. „Eggin í bleiku bökkunum eru hvít, frá fuglum sem lifa við vistvænan aðbúnað, þann sama og brúnu hænurnar.“ 
 
Geir Gunnar segir að hluti af bústofninum sé í lausagöngu og sá hluti fari sífellt stækkandi. „Þar hafa fuglarnir frelsi til að spásséra og flögra um húsin, samkvæmt nýrri reglugerð um aðbúnað alifugla. Tölvustýrð loftræsting sér um að lofta út sem best má vera og skíturinn er hreinsaður úr húsunum tvisvar í viku, þannig að töluvert er lagt í að aðbúnaðurinn sé eins og best verði á kosið.“ 
 
Beðið eftir vistvænni vottun
 
Hann segir að frá þessum hænum – sem verpa brúnu eggjunum í grænu bökkunum og hvítum eggjunum í bleiku bökkunum – komi egg sem megi teljast vistvæn. „Við erum að bíða eftir að fá formlega vottun en eitthvað dvelst þeim sem um það hafa að segja. Við erum hins vegar með það á hreinu að við uppfyllum þau skilyrði sem sett hafa verið um þennan rekstur erlendis.
 
Við höfum líka velt því fyrir okkur að geta boðið upp á lífræna framleiðslu en þá hafa komið upp vangaveltur um veðuraðstæður hér á þessu landi okkar, þar sem fuglar í lífrænu deildinni þurfa að einhverju leyti að hafa opið út. Við skoðum þetta af raunsæi og bíðum jafnframt eftir því hvort reglunni um nagdýraheld hús verði breytt þannig að í framtíðinni megi horfa framhjá nokkrum mýslum sem gætu smyglað sér inn um opin göt, sem eru ætluð fyrir hænur, í leit að skjóli og mat.“
 
Geir Gunnar bætir því við að hvítu eggin, í hvítu hefðbundnu bökkunum, sé einnig ný vara að því leyti að hænurnar sem verpa þeim eru einnig á óerfðabreyttu fóðri. 

Skylt efni: eggjaframleiðsla | fóður

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f