Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Fréttir 17. september 2019

Einangra þurrkaþolið gen í byggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir fimm ára rannsóknir hefur vísindamönnum við Heriot-Watt háskóla í Edinborg tekist að einangra gen í byggi sem eykur þurrkaþol plöntunnar. Skoskir viskíframleiðendur eru hæstánægðir með niðurstöður rannsóknanna.

Fundur gensins eykur líkur á að með hjálp erfðatækni verði hægt að kynbæta byggplöntur til að þola betur þurrka og auka þannig framboð á matvælum í kjölfar hlýnunar jarðar.

Eftir fimm ára rannsóknir hefur tekist að greina genið sem veldur því hversu þurrkþolnar byggplöntur eru.

Genið sem kallast HvMYB1 er eitt af 39 þúsund genum í byggplöntunni og leit að einu sérhæfðu geni eins og að leita að nál í heystakki. Rannsóknir sýna að plöntur þar sem genið eða virkni þess er áberandi eru þolnari fyrir þurrki en annað bygg. Niðurstöður rannsóknanna voru birtar í Journal of Plant Physiology and Biochemistry.

Þeir sem að rannsóknunum standa eru bjartsýnir á að fundur gensins geti haft mikil og jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í framtíðinni þar sem hlýnun jarðar veldur síauknum þurrkum og samdrætti í uppskeru á svæðum þar sem bygg er ræktað í stórum stíl.

Talsmaður viskíframleiðenda í Skotlandi sagði að niðurstöður rannsóknanna væri mikið fagnaðarefni þar sem um 90% af öllu byggi sem notað væri til viskíframleiðslu í Skotlandi kæmi frá svæðum sem þegar væru farin að kenna á auknum þurrkum hlýnunar jarðar. 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...