Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Mynd / Bord Bia
Fréttir 19. október 2020

Efnt til söluherferðar á írskum nautasteikum í þrem löndum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samdráttur í ferðamennsku og lokanir veitingastaða valda víðar vanda en á Íslandi vegna COVID-19. Frændur vorir Írar reyna nú að bregðast við miklum samdrætti í sölu á nautasteikum með sölu- og kynningarherferð í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem hófst 15. september síðastliðinn. 

Sala til veitingastaða hefur staðið undir þriðjungi af sölu á öllum nautakjötsútflutningi Íra til meginlands Evrópu. Hins vegar hefur sala á írskum steikum til veitingastaða staðið undir um helmingi af söluverðmæti nautakjötsútflutningsins. Steikurnar hafa því verið afar mikilvægar í þessum útflutningi og því hefur spáðum 33% samdrætti á veitingastöðum á þessu ári mikil áhrif á írskan nautakjötsútflutning. 

Herferðin nær til 6.000 verslana 

Það er írska markaðsskrifstofan Bord Bia sem fer fyrir söluherferðinni á írska nautakjötinu í samstarfi við 11 smásölufyrirtæki í Evrópu. Nær það til allt að 6.000 verslana í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Ætlunin er að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins. Þó steikur séu aðeins um 13% af nautskrokknum, þá hefur salan á steikunum skilað um 33% af verðmæti hvers nautaskrokks.  

Aikish Forde, viðskiptaþróunarstjóri Bord Bia, segir í samtali á vefsíðu AgriLand, að reynt sé að vinna með viðskiptavinum á Evrópumarkaði við að efla neytendamarkað á írsku nautakjöti. 

Fyrsti áfangi stendur út fyrsta ársfjórðung 2021

„Þetta er aðeins fyrsti áfangi í baráttunni sem mun standa út fyrsta ársfjórðung 2021. Við búumst við að fleiri smásöluaðilar í sölu á nautasteikum gangi í lið með okkur og styrki þannig tengsl okkar við evrópska smásöluverslun.“

Kynningar með fjölbreyttum hætti

Á Ítalíu verður, samhliða söluherferð í verslunum, farið í utanhúss kynningarherferð á 200 strætisvagnaskýlum, á 23 stafrænum auglýsingaskiltum og á 72 rútu- og sporvagnastöðvum á lykilstöðum í Mílanó, Bologna og í Róm. Þá verða einnig virkjaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með áherslu á 12 áhrifaleiðtoga á Instagram. Svipaðri aðferðafræði verður beitt í Þýskalandi. 

Skylt efni: Írland

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...