Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Fréttir 20. september 2021

Draugabærinn Burj Al Babes

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Einn sögufrægasti og fegursti hluti Norðvestur-Tyrklands, er þakinn þéttum furuskógum og jarðvarma. Þar stendur borgin Burj Al Babes í Mudurnudal. Við fyrstu sýn virðist þetta ævintýralegur staður en þegar betur er að gáð má sjá hálfbyggð hús í gotneskum kastalastíl standa í röðum við ókláraða vegi, þakta rusli sem fylgir byggingaframkvæmdum.

Ekki er sálu að sjá né heyra og mætti halda að þarna væri um leikmynd að ræða, ef Disney stæði fyrir framleiðslu hryllingsmynda. En það er því miður ekki svo.

Fjárfestar sem stóðu að fram­kvæmd­­unum höfðu sterka og metnaðarfulla sýn á hugmyndina – byggja skyldi samstæðar lúxusvillur ætlaðar auðmönnum. Áform voru um að byggja verslanamiðstöð, tyrknesk böð, kvikmyndahús og íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt enda náði hugsjón hönnuðanna nánast til skýjanna.
Verkefnið vakti strax mikla andstöðu íbúa í Mudurnudalnum sem litu á framkvæmdirnar sem vanvirðingu við núverandi menningararfleifð svæðisins. Ekki væri litið til menningarárekstra þegar kæmi til sögu Mudurnudalsins, en tillit einungis tekið til auðugra viðskiptavina.

Þrátt fyrir andstöðu íbúanna hófust verktakarnir, Sarot Property Group, handa árið 2014. Lagðir voru tuttugu milljarðar í byggingu tæplega 600 húsa af áætluðum rúmlega 700 og gekk verkefnið framar vonum. Vegna samdráttar lentu Sarot Property Group í efnahagserfiðleikum árið 2018, lýstu sig gjaldþrota og eftir stóðu hundruð einbýlishúsa í kastalastíl, yfirgefin í miðjum framkvæmdum. Tveimur árum síðar höfðu verktakarnir unnið úr gjaldþrotinu og voru bjartsýnir á að finna kaupendur að nægilega mörgum húsum til að hægt væri að fjármagna frekari aðgerðir.

Eins og staðan er í dag er verkefnið í eigu fyrirtækisins NOVA Group Holdings en enn er spurning hvort lífi verði blásið í borgina. Vangaveltur eru um hvort eftir standi dýrðlegur draugabær sem laði að ferðamenn af þeirri ástæðu einni, eða hvort núverandi eigendur umbylti verkefninu með nýrri sýn á hönnun og framtíð Burj Al Babes.

Skylt efni: Tyrkland | Byggingar | Disney

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.