Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Fréttir 20. september 2021

Draugabærinn Burj Al Babes

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Einn sögufrægasti og fegursti hluti Norðvestur-Tyrklands, er þakinn þéttum furuskógum og jarðvarma. Þar stendur borgin Burj Al Babes í Mudurnudal. Við fyrstu sýn virðist þetta ævintýralegur staður en þegar betur er að gáð má sjá hálfbyggð hús í gotneskum kastalastíl standa í röðum við ókláraða vegi, þakta rusli sem fylgir byggingaframkvæmdum.

Ekki er sálu að sjá né heyra og mætti halda að þarna væri um leikmynd að ræða, ef Disney stæði fyrir framleiðslu hryllingsmynda. En það er því miður ekki svo.

Fjárfestar sem stóðu að fram­kvæmd­­unum höfðu sterka og metnaðarfulla sýn á hugmyndina – byggja skyldi samstæðar lúxusvillur ætlaðar auðmönnum. Áform voru um að byggja verslanamiðstöð, tyrknesk böð, kvikmyndahús og íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt enda náði hugsjón hönnuðanna nánast til skýjanna.
Verkefnið vakti strax mikla andstöðu íbúa í Mudurnudalnum sem litu á framkvæmdirnar sem vanvirðingu við núverandi menningararfleifð svæðisins. Ekki væri litið til menningarárekstra þegar kæmi til sögu Mudurnudalsins, en tillit einungis tekið til auðugra viðskiptavina.

Þrátt fyrir andstöðu íbúanna hófust verktakarnir, Sarot Property Group, handa árið 2014. Lagðir voru tuttugu milljarðar í byggingu tæplega 600 húsa af áætluðum rúmlega 700 og gekk verkefnið framar vonum. Vegna samdráttar lentu Sarot Property Group í efnahagserfiðleikum árið 2018, lýstu sig gjaldþrota og eftir stóðu hundruð einbýlishúsa í kastalastíl, yfirgefin í miðjum framkvæmdum. Tveimur árum síðar höfðu verktakarnir unnið úr gjaldþrotinu og voru bjartsýnir á að finna kaupendur að nægilega mörgum húsum til að hægt væri að fjármagna frekari aðgerðir.

Eins og staðan er í dag er verkefnið í eigu fyrirtækisins NOVA Group Holdings en enn er spurning hvort lífi verði blásið í borgina. Vangaveltur eru um hvort eftir standi dýrðlegur draugabær sem laði að ferðamenn af þeirri ástæðu einni, eða hvort núverandi eigendur umbylti verkefninu með nýrri sýn á hönnun og framtíð Burj Al Babes.

Skylt efni: Tyrkland | Byggingar | Disney

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...