Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 1. október 2025

Díoxínmenguð Landnámsegg

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey, vegna þess að of mikið magn af eiturefninu díoxíni fannst í þeim við reglubundið eftirlit.

Um pakkningar með lotunúmersmerkingu „Best fyrir 7 október 2025“ er að ræða og er sú framleiðslulota innkölluð.

Ekki vitað um uppruna mengunarinnar

Hænur Landnámseggja hafa verið fluttar inn í hús á meðan rannsókn stendur yfir, en ekki er vitað um uppruni mengunarinnar.

Díoxín er þrávirkt eiturefni sem getur myndast til að mynda frá alls konar iðnaði og við háan bruna. Efnið brotnar mjög hægt niður í náttúrunni og getur borist á milli dýrategunda.

Þetta er í annað skiptið sem díoxínmengun greinist yfir mörkum í Landnámseggjunum í Hrísey.

Landnámsegg ehf. hóf starfsemi í byrjun árs 2020. Varphænurnar landnámshænur sem hafa gengið úti frjálsar, en þær verpa heldur smærri eggjum en gerist á hefðbundnum eggjabúum og þau eru mismunandi að lögun, stærð og lit.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...