Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 1. október 2025

Díoxínmenguð Landnámsegg

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey, vegna þess að of mikið magn af eiturefninu díoxíni fannst í þeim við reglubundið eftirlit.

Um pakkningar með lotunúmersmerkingu „Best fyrir 7 október 2025“ er að ræða og er sú framleiðslulota innkölluð.

Ekki vitað um uppruna mengunarinnar

Hænur Landnámseggja hafa verið fluttar inn í hús á meðan rannsókn stendur yfir, en ekki er vitað um uppruni mengunarinnar.

Díoxín er þrávirkt eiturefni sem getur myndast til að mynda frá alls konar iðnaði og við háan bruna. Efnið brotnar mjög hægt niður í náttúrunni og getur borist á milli dýrategunda.

Þetta er í annað skiptið sem díoxínmengun greinist yfir mörkum í Landnámseggjunum í Hrísey.

Landnámsegg ehf. hóf starfsemi í byrjun árs 2020. Varphænurnar landnámshænur sem hafa gengið úti frjálsar, en þær verpa heldur smærri eggjum en gerist á hefðbundnum eggjabúum og þau eru mismunandi að lögun, stærð og lit.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...