Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 10. desember 2021

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk, var valið ræktunarbú ársins 2021 á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 sem fór fram í lok nóvember.

Ræktun þeirra Birnu og Agnars hefur verið tilnefnt til verðlaunanna nær árlega síðan 2014, þegar þau hlutu þennan sama titil.
Þau eru sammála um að góðar ræktunarhryssur væri grunnurinn að vel heppnaðri hrossarækt. En margt fleira spilar þó inn í. „Viljinn til að gera vel, gott atlæti hrossanna, sjálfsgagnrýni, reynsla, þekking og vinnusemi þeirra sem eiga í hlut, þ.e.a.s. okkar og þeirra sem hafa starfað með okkur,“ segja þau.

Birna sýnir hér Afródítu frá Garðshorni á Þelamörk. Mynd /Kolbrún Grétarsdóttir.


„Auk þess spilar ákveðin tilviljun og heppni inn í því við veljum ekki kaupendur af okkar hrossum heldur velja kaupendur hrossin. Það er því algjör tilviljun og heppni sem felst í því að hitta inn á góða kaupendur sem ná góðum árangri á hrossunum. Ekkert útpælt excel skjal heldur samspil margra liða, dass af skemmtilegri tilviljun og heppni sem leiðir til þessarar góðu niðurstöðu,“ bætir Birna við.
Sjö hross úr ræktun þeirra voru sýnd í kynbótadómum á árinu. Meðalaldur þeirra er fimm ár.


Þrjú fjögurra vetra hross voru sýnd frá búinu og hlutu þau öll fyrstu einkunn, þau Ómar, Aðalheiður og Afródíta. Sú síðastnefnda hlaut þar hæstu einkunn fjögurra vetra hryssna á landsvísu, 8,33 en endurreiknuð aðaleinkunn án skeiðs er 8,36. Afródíta er undan tveimur hrossum frá búinu, en móðir hennar er stofnræktunarhryssan Elding frá Lambanesi og faðirinn Grímur frá Garðshorni á Þelamörk.
Stóðhesturinn Glundroði var hæst dæmdi hestur búsins á árinu, hlaut 8,50 í aðaleinkunn. Hann er undan Ágústu frá Garðshorni á Þelamörk og Konsert frá Hofi.


Stóðhesturinn Kastor hlaut hæstu einkunn fyrir kosti, 8,62 þar af hlaut hann einkunnina 10 fyrir skeið í báðum kynbótasýningunum sem hann tók þátt í.
„Við höfum verið heppin að seld hross lenda í góðum höndum. Í ár voru tveir stóðhestar sem við höfðum selt sýndir og hlutu báðir um 8,50 í aðaleinkunn hjá nýjum eigendum,“ segir Birna.


Meðaltal aðaleinkunna fimm efstu hrossa úr búinu er 8,36 en uppreiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn mun vera 8,51.

Fjórtán bú tilnefnd

Fagráð í hrossarækt tilnefndi eftirfarandi bú til þessarar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, auk sigurvegaranna: Austurás, Efri-Fitjar, Efsta-Sel, Fákshólar, Flugumýri, Hemlu II, Hjarðartún, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishóla, Prestsbæ, Ragnheiðarstaði, Sauðanes, Skipaskaga og Stuðla.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...