Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 10. desember 2021

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk, var valið ræktunarbú ársins 2021 á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 sem fór fram í lok nóvember.

Ræktun þeirra Birnu og Agnars hefur verið tilnefnt til verðlaunanna nær árlega síðan 2014, þegar þau hlutu þennan sama titil.
Þau eru sammála um að góðar ræktunarhryssur væri grunnurinn að vel heppnaðri hrossarækt. En margt fleira spilar þó inn í. „Viljinn til að gera vel, gott atlæti hrossanna, sjálfsgagnrýni, reynsla, þekking og vinnusemi þeirra sem eiga í hlut, þ.e.a.s. okkar og þeirra sem hafa starfað með okkur,“ segja þau.

Birna sýnir hér Afródítu frá Garðshorni á Þelamörk. Mynd /Kolbrún Grétarsdóttir.


„Auk þess spilar ákveðin tilviljun og heppni inn í því við veljum ekki kaupendur af okkar hrossum heldur velja kaupendur hrossin. Það er því algjör tilviljun og heppni sem felst í því að hitta inn á góða kaupendur sem ná góðum árangri á hrossunum. Ekkert útpælt excel skjal heldur samspil margra liða, dass af skemmtilegri tilviljun og heppni sem leiðir til þessarar góðu niðurstöðu,“ bætir Birna við.
Sjö hross úr ræktun þeirra voru sýnd í kynbótadómum á árinu. Meðalaldur þeirra er fimm ár.


Þrjú fjögurra vetra hross voru sýnd frá búinu og hlutu þau öll fyrstu einkunn, þau Ómar, Aðalheiður og Afródíta. Sú síðastnefnda hlaut þar hæstu einkunn fjögurra vetra hryssna á landsvísu, 8,33 en endurreiknuð aðaleinkunn án skeiðs er 8,36. Afródíta er undan tveimur hrossum frá búinu, en móðir hennar er stofnræktunarhryssan Elding frá Lambanesi og faðirinn Grímur frá Garðshorni á Þelamörk.
Stóðhesturinn Glundroði var hæst dæmdi hestur búsins á árinu, hlaut 8,50 í aðaleinkunn. Hann er undan Ágústu frá Garðshorni á Þelamörk og Konsert frá Hofi.


Stóðhesturinn Kastor hlaut hæstu einkunn fyrir kosti, 8,62 þar af hlaut hann einkunnina 10 fyrir skeið í báðum kynbótasýningunum sem hann tók þátt í.
„Við höfum verið heppin að seld hross lenda í góðum höndum. Í ár voru tveir stóðhestar sem við höfðum selt sýndir og hlutu báðir um 8,50 í aðaleinkunn hjá nýjum eigendum,“ segir Birna.


Meðaltal aðaleinkunna fimm efstu hrossa úr búinu er 8,36 en uppreiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn mun vera 8,51.

Fjórtán bú tilnefnd

Fagráð í hrossarækt tilnefndi eftirfarandi bú til þessarar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, auk sigurvegaranna: Austurás, Efri-Fitjar, Efsta-Sel, Fákshólar, Flugumýri, Hemlu II, Hjarðartún, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishóla, Prestsbæ, Ragnheiðarstaði, Sauðanes, Skipaskaga og Stuðla.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...