Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Danir vilja íslenskt grænmeti
Fréttir 26. janúar 2017

Danir vilja íslenskt grænmeti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins eru samningar um útflutning á íslensku grænmeti til Danmerkur langt á veg komnir. Búið er að hanna umbúðir fyrir grænmetið á danskan markað og ein hugmyndin er að markaðssetja það undir slagorðinu „Ræktað undir norðurljósunum“.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að viðræður við Dani um innflutning á íslensku grænmeti séu vel á veg komnar og ekki lengur á hugmyndastigi.

Hreinleiki og gæði

„Búið er að senda prufur af mörgum tegundum af grænmeti til Danmerkur til bragðprófana og Danirnir eru sammála um að bragðgæði íslenska grænmetisins séu mjög mikil.

Í fyrstu fóru Danirnir fram á að grænmetið yrði lífrænt vottað en eftir að þeir komu hingað og sáu hvernig ræktunin fer fram féllu þeir frá þeirri kröfu. Að þeirra mati eru ræktunaraðferðirnar og sérstaklega hreinleiki vatnsins langt umfram það sem þekkist í öðrum löndum. Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning í Danmörku um hreinleika matvæla og segja þeir íslenska vatnið einstaklega hreint og þar sem í grænmeti sé mikið vatn skipti hreinleiki þess gríðarlega miklu máli þegar kemur að bragðgæðum.

Meðal verslana sem hafa sýnt grænmetinu frá okkur áhuga er Irma og mögulegt að það fari í sölu hjá þeim strax næsta haust.“

Flogið með grænmetið

Gunnlaugur segir að grænmetið verði flutt út í flugi enda um viðkvæma vöru að ræða. „Við erum ekki enn búin að semja um neitt ákveðið magn en ef allt fer á besta veg spýtum við bara í og aukum ræktunina enda góðar aðstæður til þess hér á landi.“

Að sögn Gunnlaugs er verðið sem fæst fyrir grænmetið í Danmörku mjög ásættanlegt og svipað og hér á landi.

Grænmeti í forsetaveislu

Í móttöku forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu, í Nordatlantens Brygge, var lögð sérstök áhersla á að kynna íslensk matvæli. Flogið var sérstaklega út með grænmeti vegna opinberrar heimsóknar forsetans til Danmerkur.

Einnig var boðið upp á íslenskt hunang frá Elliðahvammi og fleiri íslenskar matvörur í móttökunni.

 

Skylt efni: grænmeti | Danmörk | Imra

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...