Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Covid og kannabis
Fréttir 2. febrúar 2022

Covid og kannabis

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt nýlegum rannsóknum vísindamanna Oregon State-háskóla Bandaríkjanna, hefur komið fram að efnasambönd hampplöntunnar geti mögulega komið í veg fyrir útbreiðslu veirunnar Covid-19.

Efnasamböndin cannabigerolic sýra, eða CBGA, og cannabidiolic sýra, eða CBDA, geti með því að bindast gaddapróteinum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19, minnkað möguleika eða jafnvel komið í veg fyrir framgengi smita og sýkingu.

(SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome, eða á íslensku; heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu.)
Rannsókninni er stýrt af vísindamanninum Richard van Breemen, en hann telur gögn er komið hafa fram sýna jákvæð áhrif CBDA og CBGA gegn þeim tveimur afbrigðum Covid-veirunnar sem rannsökuð voru – og vonast sé til þess að sú virkni nái til annarra núverandi og framtíðarafbrigða.

Þótt frekari rannsókna sé þörf lítur út fyrir að hægt sé að þróa lyf sem kemur þá í veg fyrir eða meðhöndlar Covid-19 með því að hindra inngöngu veirunnar og jafnvel í bland við bólusetningar ætti sú meðferð að verða til þess að aðstæður verði veirunni afar krefjandi. Van Breemen tekur fram að enn geti þó ónæm afbrigði komið upp en líklegt sé að þau eigi þá erfitt með að dreifa sér.

Nánari upplýsingar má lesa á vefsíðu Forbes, www.forbes.com og ef lesendur eru forvitnir um jákvæð áhrif kannabisplöntunnar í tengslum við Covid-19 má sjá grein á vefsíðu Open Access Government www.openaccessgovernment.org, sem sett var inn fyrir ári síðan.

Skylt efni: Covid kannabis

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...