Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Fréttir 13. janúar 2022

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla­fram­leiðandann CNH Industrial Austria, móðurfélag Case IH og STEYR, sem besta alþjóðlega starfa­ndi fyrirtækið 2021.

CNH Industrial vann verðlaunin líka árið 2020 og er þetta sagt undirstrika stöðu Case í landinu undir kjörorðunum „Austurrísk gæðaframleiðsla“, eða „Quality made in Austria“.

IH og STEYR dráttarvélar eru fram­leidd­ar í St. Valentin í Niederöster­reich „Neðra Austur­ríki“, sem er í norðausturhluta lands­ins.

Keppnin er viðurkennd sem mikilvægasta viðskiptakeppni landsins og er skipulögð af Pricewater­house Coopers (PwC), austurríska dagblaðinu „Die Presse“ og fjármálagagnaveitunni KSV1870.

Stór hluti af 750 starfsmönnum í verksmiðju CNH Industrial í St. Valentin í Austurríki eru bændur sem þar starfa í hlutastarfi.

Með áherslu á útflutning

„Alþjóðlegi“ keppnisflokkurinn er opinn fyrirtækjum með alþjóðlega uppbyggingu, viðskiptamódel og virðiskeðju/viðskiptavinaskipulag. Þeir verða að framleiða vörur eða þjónustu sem skipta máli á heimsmarkaði, þar sem útflutningur er umtalsverður hluti framleiðslunnar, og hafa erlend útibú.

Verksmiðjan í St. Valentin framleiðir Case IH og STEYR dráttarvélar fyrir viðskiptavini í Evrópu, Afríku, Mið-Austur­lönd­um, Asíu og í kringum Kyrra­hafið.

Í St. Valentin er löng saga og hefð fyrir nýstárlegri landbúnaðartækni, sem og metnaðarfullri og háþróaðri framleiðslutækni. CNH Industrial byggir á sérfræðiþekkingu og ástríðu 750 starfsmanna sinna, en hátt hlutfall þeirra eru bændur sem sem eru í hlutastarfi í verksmiðjunni. Síðan verksmiðjan var opnuð árið 1947 hafa verið í framleiðslu margar mismunandi vörulínur og dráttarvélagerðir, þar á meðal Case IH Optum CVXDrive, Puma Series, Maxxum Series og Luxxum dráttarvélar, ásamt STEYR Absolut CVT, Terrus CVT, Impuls CVT, Profi Series og Multi models.

Regnhlíf margra tegunda

CNH Industrial er regn­hlífar­fyrirtæki yfir fjölda þekkra merkja í landbúnaðartækjum, vinnuvélum, og atvinnubílum. Þar má nefna dráttarvélategundirnar New Holland, Case IH, Case Construction og Steyr, bifreiðaframleiðslufyrirtækin IVECO, Iveco Astra, Iveco Bus, Iveco defence vehicles, Heuliez Bus, Magirus slökkvibíla og vélaframleiðslufyrirtækið FPT. 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...