Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Fréttir 13. janúar 2022

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla­fram­leiðandann CNH Industrial Austria, móðurfélag Case IH og STEYR, sem besta alþjóðlega starfa­ndi fyrirtækið 2021.

CNH Industrial vann verðlaunin líka árið 2020 og er þetta sagt undirstrika stöðu Case í landinu undir kjörorðunum „Austurrísk gæðaframleiðsla“, eða „Quality made in Austria“.

IH og STEYR dráttarvélar eru fram­leidd­ar í St. Valentin í Niederöster­reich „Neðra Austur­ríki“, sem er í norðausturhluta lands­ins.

Keppnin er viðurkennd sem mikilvægasta viðskiptakeppni landsins og er skipulögð af Pricewater­house Coopers (PwC), austurríska dagblaðinu „Die Presse“ og fjármálagagnaveitunni KSV1870.

Stór hluti af 750 starfsmönnum í verksmiðju CNH Industrial í St. Valentin í Austurríki eru bændur sem þar starfa í hlutastarfi.

Með áherslu á útflutning

„Alþjóðlegi“ keppnisflokkurinn er opinn fyrirtækjum með alþjóðlega uppbyggingu, viðskiptamódel og virðiskeðju/viðskiptavinaskipulag. Þeir verða að framleiða vörur eða þjónustu sem skipta máli á heimsmarkaði, þar sem útflutningur er umtalsverður hluti framleiðslunnar, og hafa erlend útibú.

Verksmiðjan í St. Valentin framleiðir Case IH og STEYR dráttarvélar fyrir viðskiptavini í Evrópu, Afríku, Mið-Austur­lönd­um, Asíu og í kringum Kyrra­hafið.

Í St. Valentin er löng saga og hefð fyrir nýstárlegri landbúnaðartækni, sem og metnaðarfullri og háþróaðri framleiðslutækni. CNH Industrial byggir á sérfræðiþekkingu og ástríðu 750 starfsmanna sinna, en hátt hlutfall þeirra eru bændur sem sem eru í hlutastarfi í verksmiðjunni. Síðan verksmiðjan var opnuð árið 1947 hafa verið í framleiðslu margar mismunandi vörulínur og dráttarvélagerðir, þar á meðal Case IH Optum CVXDrive, Puma Series, Maxxum Series og Luxxum dráttarvélar, ásamt STEYR Absolut CVT, Terrus CVT, Impuls CVT, Profi Series og Multi models.

Regnhlíf margra tegunda

CNH Industrial er regn­hlífar­fyrirtæki yfir fjölda þekkra merkja í landbúnaðartækjum, vinnuvélum, og atvinnubílum. Þar má nefna dráttarvélategundirnar New Holland, Case IH, Case Construction og Steyr, bifreiðaframleiðslufyrirtækin IVECO, Iveco Astra, Iveco Bus, Iveco defence vehicles, Heuliez Bus, Magirus slökkvibíla og vélaframleiðslufyrirtækið FPT. 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...