Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun samsstarfssamningsins um Grænan hraðal sem fór fram í gær.
Frá undirritun samsstarfssamningsins um Grænan hraðal sem fór fram í gær.
Fréttir 2. desember 2020

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins

Í gær var formlegur samstarfssamningur um Grænan hraðal undirritaður sem er samstarfsverkefni Atvinnuvega og - nýsköpunarráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar, Hvalfjarðarsveitar, Faxaflóahafna, Sorpu og Terra auk Þróunarfélags Grundartanga og Breiðar Þróunarfélags.

Markmið Græns hraðals er að á Íslandi rísi stór og stöndug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi störf og skili árangri í umhverfismálum. Með því að efla stuðning við sjálfbæra nýsköpun og þróun nýrra lausna á sviði umhverfis- og loftslagsmála má jafnframt stuðla að auknu útflutningsverðmæti sem byggir á hugviti. Umsjón með hraðlinum er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.

Vettvangur fyrir vöruþróun
Nýjum viðskiptahraðli er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum með það fyrir augum að þátttakendur verði í lok hraðals í stakk búin til að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum og sækja styrki í Evrópusjóði sem styðja verkefni sem draga úr losun.

Viðskiptahraðallinn byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar og góðan undirbúning fyrir fjármögnun. Þungamiðjan í hraðlinum felst í skipulögðum fundum þátttakenda með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum. Um er að ræða sannreynt ferli þar sem allt að tíu sprotaverkefnum er veittur aðgangur að breiðu tengslaneti leiðbeinenda úr atvinnulífinu og markvissri þjálfun sem miðar að því að koma vöru á markað.

Óskað er eftir öflugum teymum með hugmyndir sem byggja á hringrásarhagkerfinu og styðja við forystu Íslands í umhverfis og loftslagsmálum. Hraðallinn á jafnt við sjálfstæð teymi og þau sem starfa innan rótgrónari fyrirtækja. Opnað verður fyrir umsóknir í janúar 2021. Áætlað er að hraðallinn sjálfur fari af stað í mars á næsta ári.

 

 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.