Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að fram­kvæmdir hófust þar í fyrrasumar.

Byggingin er nú ­fokheld og innivinna hafin. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.

Byggingin mun hýsa þjón­ustu­miðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur meginbyggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs­miðstöðvarinnar í útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Greint er frá gangi mála við bygginguna á vefsíðu Framkvæmdasýslunnar.

Flókið verkefni

Þar kemur einnig fram í máli Ólafs Ragnarssonar, annars eigenda Húsheildar, að framkvæmdir séu jafnvel aðeins á undan áætlun. Hann segir bygginguna einstaklega fallega og þrátt fyrir að vel gangi þá sé verk­efnið flókið. Byggingin sé í laginu eins og skip sem kalli á flókið stálburðarvirki sem kostuðu heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu.
Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvar­innar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu í júní árið 2022.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...