Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að fram­kvæmdir hófust þar í fyrrasumar.

Byggingin er nú ­fokheld og innivinna hafin. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.

Byggingin mun hýsa þjón­ustu­miðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur meginbyggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs­miðstöðvarinnar í útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Greint er frá gangi mála við bygginguna á vefsíðu Framkvæmdasýslunnar.

Flókið verkefni

Þar kemur einnig fram í máli Ólafs Ragnarssonar, annars eigenda Húsheildar, að framkvæmdir séu jafnvel aðeins á undan áætlun. Hann segir bygginguna einstaklega fallega og þrátt fyrir að vel gangi þá sé verk­efnið flókið. Byggingin sé í laginu eins og skip sem kalli á flókið stálburðarvirki sem kostuðu heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu.
Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvar­innar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu í júní árið 2022.

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði
Fréttir 15. október 2021

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði

Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að ...

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði...

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frak...

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­k...

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að...

Flestallar línur að komast í jörð
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum...

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi ...

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita
Fréttir 13. október 2021

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nó...