Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Fréttir 15. apríl 2016

Búvörusamningarnir eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændur samþykktu samningana í Búnaðarþingi í febrúar síðastliðinn. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir samningana vera eitt af þeim stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir kosningar í haust.

Ólíklegt er að samningarnir fari í gegnum þingið í óbreyttri mynd nái stjórnarandstaðan meirihluta á þingi eftir kosningar í haust.

Mannahrókeringar og ný ríkisstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók við embætti forsætisráðherra í kjölfar mótmæla vegna Wintris-málsins svokallaða og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Samhliða því var Gunnar Bragi Sveinsson settur ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir ráðin sem utanríkisráðherra.

Aðdragandi ráðherraskiptanna var umfjöllun Kastljóss um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ólafar Nordal innanríkisráðherra við skráð aflandsfélög hjá fyrirtækinu Mossack Fonseca á Panama. Alda mótmæla fylgdi í kjölfarið þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Í framhaldi af því var mynduð ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga.

Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru allir þeir sömu og í síðustu stjórn að því undanskildu að Sigmundur Davíð er ekki lengur ráðherra, Sigurður Ingi er forsætisráðherra, Gunnar Bragi er sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir er sest í ráðherrastól utanríkismála.

Áhersla á samþykkt búvörusamninganna

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hann teldi yfirgnæfandi líkur á að búvörusamningarnir næðu í gegnum þingið áður en að þing yrði rofið og efnt til kosninga í haust.

„Búvörusamningarnir eru eitt af stóru áherslumálum ríkisstjórnarinnar. Bændur eru búnir að samþykkja samningana og ég sé ekki annað en að samþykkt þeirra muni ganga eftir í þinginu. Að minnsta kosti munum við leggja áherslu á að svo verði.“

Gunnar segist ekki vilja segja neitt til um framgang annarra mála tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu. „Við erum ekki enn búin að ganga frá áherslulistanum og vitanlega munu einhver mál sem ekki verða talin bráðnauðsynleg detta út en ég get ekki enn sagt hvaða mál það eru.“

Fánamálið svokallaða sem snýr að upprunamerkingum matvæla var afgreitt úr nefnd 12. apríl að sögn Gunnars og því góður gangur á því að hans sögn. Miðað við það má telja góðar líkur á að fánamálið, sem verið hefur í umræðunni í fjölda ára, verði loks afgreitt á Alþingi.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...