Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Fréttir 5. febrúar 2020

Búum hefur fækkað um nær 1.500 á tveim árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á síðasta ári hættu um 10% kúabúa í  Wisconsin í Bandaríkjunum starfsemi sinni samkvæmt gögnum landbúnaðarráðuneytisins. Slær þessi hlutfallsfækkun út árið 1018 þegar 7,25% kúabúa hættu starfsemi. 
 
Þann 1. janúar síðastliðinn voru 7.292 mjólkurkúahjarðir í Wisconsin og hafði þeim þá fækkað um 818 frá 1. janúar 2019. Þessu til viðbótar var starfsemi hætt á 638 kúabúum árið 2018, þannig að á tveim árum  hefur kúabúum fækkað um 1.456. 
 
Mjólkurframleiðslan mikilvæg fyrir hagkerfið
 
Af ríkjum Bandaríkjanna eru flest stóru kúabúin í Kaliforníu með yfir 5000 gripi, eða 35 bú, en Wisconsin er með flest bú með undir 100 kúm, eða 4.756. 
 
Samkvæmt gögnum samtaka mjólkur­framleiðenda í Wisconsin (Dairy Farmers of Wis­cons­in – DFW) skilaði mjólkur­fram­leiðslan þó mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrusræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus­ávexti. Þannig skilaði mjólkur­fram­leiðslan 45,6 mill­jörðum dollara inn í efna­hag­skerfi Wisconsin á meðan sítrusræktunin skilaði 7,2 milljörðum inn í hagkerfið í Flórída. Til samanburðar skilaði kartöfluræktunin 2,7 milljörðum inn í hagkerfið í Idaho. 
 
Samkvæmt úttekt Madison háskólans í Wisconsin höfðu 154.000 manns atvinnu sína af kúabúskap og mjólkurframleiðslu í Wisconsin-ríki árið 2017 og af þeim fjölda fengust 1,26 milljarðar í skatta til ríkisins og gjöld til sveitarfélaga. 
 
Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...