Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Fréttir 27. janúar 2022

Brislingur er farinn að veiðast við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brislingur er fisktegund sem er farinn að veiðast í auknum mæli við landið. Í nýlegu hefti Náttúrufræðingsins er grein um fisktegundina og þar segir að hún hafi fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá árinu 2017.

Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hingað til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hefur nú fundist víða við sunnan- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar veiddist brislingur í fyrsta skipti við Ísland í ágúst 2017. Einungis einn fiskur veiddist og var hann 15 sentímetra langur og fékkst á 20 metra dýpi undan Eyjafjallasandi.

Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt, verður sjaldnast stærri en 16 sentímetrar. Hann líkist smásíld, en er auðgreindur frá síld á því að kviðrönd er með þunnan, snarp­tenntan kjöl og rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum.

Brislingur er uppsjávarfiskur á grunnsævi, oft nærri ströndum og þolir vel seltulítinn sjó.

Útbreiðslan er víðáttumikil á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einkum innan 50 m dýptarlínu. Hún nær frá

Atlantshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Þá finnst hann í Miðjarðarhafi, Adríahafi og Svartahafi.

Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerfinu í Eystrasalti og Norðursjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...