Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 27. apríl 2022

Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun hefur birt breytt skilyrði fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir árið 2022.

Í þeim fer hámarksfjöldi hryssa í stóði úr hundrað niður í sjötíu hryssur, dýralæknar mega ekki hafa fleiri en 3 hryssur í blóðtöku samtímis, sett er hámarksaldur á blóðtökuhryssu við 24 ár og gerð er ríkari krafa um skráningar við innra eftirlit með starfseminni, s.s. á holdastigun og frávikum við meðferð við rekstur og blóðtöku.

Í skýrslu sem Matvælastofnun birti á vef sínum er farið yfir eftirlit stofnunarinnar með velferð hryssna sem notaðar eru í blóðtöku til vinnslu afurða. Þar eru m.a. tilteknar forsendur mælikvarða á blóðbúskap hryssnanna og það eftirlit sem haft er með folöldum þeirra.

Er það mat stofnunarinnar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún á að vera framkvæmd hér á landi skv. lögum, reglugerðum og skilyrðum Matvælastofnunar, stangist ekki á við lög nr. 55/2013 um velferð dýra.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...