Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 27. apríl 2022

Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun hefur birt breytt skilyrði fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir árið 2022.

Í þeim fer hámarksfjöldi hryssa í stóði úr hundrað niður í sjötíu hryssur, dýralæknar mega ekki hafa fleiri en 3 hryssur í blóðtöku samtímis, sett er hámarksaldur á blóðtökuhryssu við 24 ár og gerð er ríkari krafa um skráningar við innra eftirlit með starfseminni, s.s. á holdastigun og frávikum við meðferð við rekstur og blóðtöku.

Í skýrslu sem Matvælastofnun birti á vef sínum er farið yfir eftirlit stofnunarinnar með velferð hryssna sem notaðar eru í blóðtöku til vinnslu afurða. Þar eru m.a. tilteknar forsendur mælikvarða á blóðbúskap hryssnanna og það eftirlit sem haft er með folöldum þeirra.

Er það mat stofnunarinnar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún á að vera framkvæmd hér á landi skv. lögum, reglugerðum og skilyrðum Matvælastofnunar, stangist ekki á við lög nr. 55/2013 um velferð dýra.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...