Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 27. apríl 2022

Breytingar á skilyrðum fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun hefur birt breytt skilyrði fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrir árið 2022.

Í þeim fer hámarksfjöldi hryssa í stóði úr hundrað niður í sjötíu hryssur, dýralæknar mega ekki hafa fleiri en 3 hryssur í blóðtöku samtímis, sett er hámarksaldur á blóðtökuhryssu við 24 ár og gerð er ríkari krafa um skráningar við innra eftirlit með starfseminni, s.s. á holdastigun og frávikum við meðferð við rekstur og blóðtöku.

Í skýrslu sem Matvælastofnun birti á vef sínum er farið yfir eftirlit stofnunarinnar með velferð hryssna sem notaðar eru í blóðtöku til vinnslu afurða. Þar eru m.a. tilteknar forsendur mælikvarða á blóðbúskap hryssnanna og það eftirlit sem haft er með folöldum þeirra.

Er það mat stofnunarinnar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún á að vera framkvæmd hér á landi skv. lögum, reglugerðum og skilyrðum Matvælastofnunar, stangist ekki á við lög nr. 55/2013 um velferð dýra.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...