Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar
Fréttir 11. ágúst 2015

BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnendur BP olíufélagsins hafa samþykkt að greiða 18,7 milljarða bandaríkjadala, um 2.500 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna olíuleka sem átti sér stað í Mexíkóflóa árið 2010.

Fimm ríki í Bandaríkjunum, Louisiana, Mississippi, Alabama, Texas og Flórída, höfðuðu mál gegn fyrirtækinu vegna lekans sem er talinn einn sá versti í sögunni. Sektin verður greidd á 18 árum.

Í niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna segir ljóst að BP hafi gróflega vanrækt skyldu sína til að sinna mengunarvörnum á viðeigandi hátt og að með auknu eftirliti og viðhaldi hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Af þeim sökum þótti hæfa að beita háum fjársektum vegna atviksins og féð notað til að reyna að bæta skaðann á náttúrunni sem af slysinu hlaust. Margir telja sektina allt of lága og að tjónið sem af slysinu hlaust sé óbætanlegt.

Undanfarin ár hafa innfæddir í Suður-Ameríku kært hvert olíufélagið á fætur öðru vegna olíuleka og olíumengunar í ám og á landi og ónógra mengunarvarna. Engin þessara kæra hefur enn sem komið er skilað árangri.

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...