Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar
Fréttir 11. ágúst 2015

BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnendur BP olíufélagsins hafa samþykkt að greiða 18,7 milljarða bandaríkjadala, um 2.500 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna olíuleka sem átti sér stað í Mexíkóflóa árið 2010.

Fimm ríki í Bandaríkjunum, Louisiana, Mississippi, Alabama, Texas og Flórída, höfðuðu mál gegn fyrirtækinu vegna lekans sem er talinn einn sá versti í sögunni. Sektin verður greidd á 18 árum.

Í niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna segir ljóst að BP hafi gróflega vanrækt skyldu sína til að sinna mengunarvörnum á viðeigandi hátt og að með auknu eftirliti og viðhaldi hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Af þeim sökum þótti hæfa að beita háum fjársektum vegna atviksins og féð notað til að reyna að bæta skaðann á náttúrunni sem af slysinu hlaust. Margir telja sektina allt of lága og að tjónið sem af slysinu hlaust sé óbætanlegt.

Undanfarin ár hafa innfæddir í Suður-Ameríku kært hvert olíufélagið á fætur öðru vegna olíuleka og olíumengunar í ám og á landi og ónógra mengunarvarna. Engin þessara kæra hefur enn sem komið er skilað árangri.

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...