Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 8. apríl 2022

Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Boðað er til fundar um stofnun hagsmunafélags hrossabænda, sem halda blóðmera, í kvöld, föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20 í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum að er fram kemur í tilkynningu frá Sigríði Jónsdóttur, sem skrifar fyrir hönd stjórnar Í-ess bænda og starfshóps hrossabænda á Norðurlandi.

„Hagsmunafélagið Í-ess bændur var stofnað árið 2004 í Austur-Landeyjum af hrossabændum. Félagssvæði þess er Rangár­valla- og Árnessýsla. Markmið félagsins er að hámarka verðmæti afurða hryssa í blóð- og kjötframleiðslu. Þetta félag er enn starfandi og hefur reynst afar mikilvægt. Nú er hins vegar tímabært að sameina stóðbændur af öllu landinu í eitt félag til að standa vörð um hagsmuni búgreinarinnar. Af því tilefni er boðað til funda bæði sunnanlands og norðan.

Fundur Í-ess bænda og annarra stóðbænda, sem vilja tilheyra suðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður haldinn í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20.

Fundur stóðbænda, sem vilja tilheyra norðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður auglýstur síðar. Sá fundur verður haldinn við fyrsta tækifæri, líklegast á Blönduósi.

Einhverjum bændum mun reynast ómögulegt að sækja þessa fundi og æskilegast væri að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem langt eiga að sækja. Því miður verður ekki af því að þessu sinni en í stað þess reynum við að ná til sem allra flestra eftir öðrum leiðum.
Við sem stöndum að þessum fundum höfum sent stóðbændum samþykktir félagsins og fundarboð í tövupósti. Þeir sem telja sig tilheyra þessum hópi og hafa ekki fengið nein slík boð, gerið svo vel að hafa samband við Sigríði Jónsdóttur í netfanginu gkot@mi.is eða síma 822-8421."

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.