Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 8. apríl 2022

Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Boðað er til fundar um stofnun hagsmunafélags hrossabænda, sem halda blóðmera, í kvöld, föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20 í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum að er fram kemur í tilkynningu frá Sigríði Jónsdóttur, sem skrifar fyrir hönd stjórnar Í-ess bænda og starfshóps hrossabænda á Norðurlandi.

„Hagsmunafélagið Í-ess bændur var stofnað árið 2004 í Austur-Landeyjum af hrossabændum. Félagssvæði þess er Rangár­valla- og Árnessýsla. Markmið félagsins er að hámarka verðmæti afurða hryssa í blóð- og kjötframleiðslu. Þetta félag er enn starfandi og hefur reynst afar mikilvægt. Nú er hins vegar tímabært að sameina stóðbændur af öllu landinu í eitt félag til að standa vörð um hagsmuni búgreinarinnar. Af því tilefni er boðað til funda bæði sunnanlands og norðan.

Fundur Í-ess bænda og annarra stóðbænda, sem vilja tilheyra suðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður haldinn í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20.

Fundur stóðbænda, sem vilja tilheyra norðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður auglýstur síðar. Sá fundur verður haldinn við fyrsta tækifæri, líklegast á Blönduósi.

Einhverjum bændum mun reynast ómögulegt að sækja þessa fundi og æskilegast væri að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem langt eiga að sækja. Því miður verður ekki af því að þessu sinni en í stað þess reynum við að ná til sem allra flestra eftir öðrum leiðum.
Við sem stöndum að þessum fundum höfum sent stóðbændum samþykktir félagsins og fundarboð í tövupósti. Þeir sem telja sig tilheyra þessum hópi og hafa ekki fengið nein slík boð, gerið svo vel að hafa samband við Sigríði Jónsdóttur í netfanginu gkot@mi.is eða síma 822-8421."

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...