Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Fréttir 25. ágúst 2017

Blautt vor og kollurnar skiluðu sér illa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður.

Hrefna Þorvaldsdóttir, bóndi í Árnesi 2 í Árneshreppi, segir að dúntekja í sumar hafi verið lítil miðað við undanfarin ár. „Miðað við undanfarin ár var hún reyndar mjög lítil.“

Fuglinn skilaði sér illa

„Vorið hér í Árneshreppi var rosalega votviðrasamt og með því úrkomumesta sem menn muna eftir. Fuglinn skilaði sér ekki allur á hreiður og kollurnar sem gerðu það komu seinna en vanalega og vegna bleytunnar var erfitt að safna dúninum. Fyrir vikið var mun minna af honum og hann lélegri.
Meira að segja krían sem vanalega kemur hingað 8. maí eins og eftir dagatali frestaði varpinu og verpti seinna í ár vegna mikilla rigninga.“

Svipað ástand hjá öllum í hreppnum

Samkvæmt upplýsingum Bænda­blaðsins er ástandið svipað á Dröngum og í Ófeigsfirði í Árneshreppi þar sem einnig er stunduð dúntekja.
Að sögn Hrefnu dregur hátt gengi krónunnar úr útflutningi á dúni. „Og það er ekki að hjálpa okkur heldur.“

Skylt efni: dúntekja | dún | Árneshreppur | Árnesey

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...