Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórverðlaun fyrir skemmstu.

KHB brugghús sendi fjóra bjóra í keppnina London Beer Competition í vor og fengu þeir allir verðlaun. Lagerbjórinn Naddi fékk gullverðlaun og bjórarnir Gellivör, Jólanaddi og Borghildur silfurverðlaun.

Bjórar í bauk frá KHB brugghúsi.

„Þessi keppni er mikils metin í alþjóðlegum bjóriðnaði og við einkunnagjöf er horft til gæða, gilda og umbúða,“ segir Helgi Sigurðsson, annar eigandi KHB Brugghúss á Borgarfirði eystra. London Beer Competition miði að því að viðurkenna og fagna bjórvörumerkjum sem neytendur raunverulega vilja kaupa, þ.e.a.s. smásalar, verslanir og veitingastaðir. 

„Við erum himinlifandi yfir árangri okkar í keppninni. Naddi, dökki lagerbjórinn okkar, fékk gullverðlaun og samtals 92 stig. Fyrir gæði hlaut hann 95 stig. Gellivör, IPA-bjórinn okkar, var einnig mjög nálægt gullinu, með samtals 88 stig, þar af 89 stig fyrir gæði. Einnig hlutu Jólanaddi, sem er jólaútgáfa af Naddanum, og Borghildur, ljósi lagerinn okkar, góða dóma og silfurverðlaun,“ segir Helgi.

KHB brugghús leggur, að sögn Helga, áherslu á gæðahráefni og kaupir það frá Tékklandi, frá litlu fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í rúm hundrað ár.

„Við vitum því að gæðin eru í lagi. Við vinnum einnig náið með tékkneskum bruggmeisturum með mikla reynslu og Þorsteinn Brandsson, yfirbruggmeistari KHB, hefur náð góðum tökum á faginu og er með allt á hreinu hvað þetta varðar. Allir bjórarnir okkar eru ferskvara, ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna,“ segir Helgi jafnframt.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...