Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi
Fréttir 26. júní 2020

Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Norsku bændasamtökin í sam­starfi við 4H þar í landi bjóða nú upp á rafrænt kennsluefni fyrir kennara og leiðbeinendur nemenda frá 1.–10. bekkjar um landbúnað og er hugsað sem þekkingargjöf fyrir börn og ungmenni.

4H eru stór og mjög virk ungmennasamtök með um 12.000 félagsmönnum sem starfa í um 550 klúbbum vítt og breitt um Noreg. Meðlimir klúbbanna eru á aldursbilinu 10 til 25 ára. Á vefsíðu 4H og norsku bændasamtakanna, sem ber heitið „Den grønne skolen“, getur að líta nokkra flokka eins og um starf bænda, matvælaframleiðslu, ræktun, meðhöndlun dýra og heimsóknir á bæi svo fátt eitt sé nefnt.

Aðgengileg heimasíða

Í „Græna skólanum“ hafa bænda­samtökin ásamt 4H boðið upp á kennsluefni í formi bóka fyrir yngstu nemendur skólastigsins en nú verður heimasíðan aðgengileg öllum og aðlöguð fyrir breiðari aldurshóp. Bækurnar, sem hafa verið mjög vinsælar, munu áfram verða aðgengilegar á netverslun bændasamtakanna. Inni á síðunni geta kennarar meðal annars fundið tilbúið kennsluefni um landbúnað, umhverfi og loftslagsmálefni ásamt því að inni á síðunni eru tengiliðaupplýsingar fyrir heimsóknir á sveitabæi. Litið er á síðuna sem góða viðbót fyrir kennara og markmiðið er að bæta enn við síðuna með tíð og tíma, eins og myndböndum, spurningaleikjum og fleira.

Hugmyndin að verkefninu kom hjá starfsmanni bændasamtakanna norsku eftir kennsluferð til Svíþjóðar árið 2014 þar sem hann kynntist verkefni sænsku samtakanna, Bonden i skolan. Norsku bændasamtökin hafa fengið styrk frá ríkinu til að þróa verkefnið og koma því á fót. /ehg - Bondebladet

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...