Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Joshua Applestone, eigandi Applestone Meat Company, vildi hjálpa bændum að fá til sín meira fyrir sitt kjöt og opnaði verslun með kjötsjálfsölum í New York sem opin er allan sólarhringinn. Myndir / Jennifer May/Applestone Meat Company
Joshua Applestone, eigandi Applestone Meat Company, vildi hjálpa bændum að fá til sín meira fyrir sitt kjöt og opnaði verslun með kjötsjálfsölum í New York sem opin er allan sólarhringinn. Myndir / Jennifer May/Applestone Meat Company
Mynd / Jennifer May/Applestone Meat Company
Fréttir 12. júní 2020

Bjóða svæðisbundið kjöt allan sólarhringinn

Höfundur: ehg – Nationen
Árið 2016 opnaði Applestone Meat Company tvo sölustaði í New York með sjálfsala þar sem neytendur geta keypt svæðisbundið lífrænt ræktað kjöt allan sólarhringinn og viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér.
 
Eftir að kórónukrísan skall á hefur salan aukist til muna enda örugg leið fyrir fólk að kaupa sér matvæli. 
Kjötið sem selt er í sjálfsölunum kemur frá bændum á svæðinu sem eru himinlifandi með viðtökurnar. Á sölustöðunum eru fjórir sjálfsalar, einn fyrir nautakjöt, einn fyrir svínakjöt, einn fyrir kjúklingakjöt og einn fyrir lambakjöt. Neytendur velja sér kjöt á einfaldan hátt og borga með korti. 
 
Kjötsjálfsalar í röð í verslun Applestone Meat Company. 
 
Langaði að hjálpa bændum
 
„Þegar ég seldi fyrrum rekstur minn árið 2013 var ég ekki alveg viss hvað ég ætlaði að gera en mig langaði að hjálpa bændum með að slátra dýrunum sínum en á þann hátt að þeir gætu þénað meira. Mig langaði ekki að opna venjulega verslun sem seldi kjöt yfir búðarborðið því það er mikil vinna og þar verður maður að binda sig við ákveðinn afgreiðsluíma. Mig langaði líka að útrýma ákveðnum streituvaldi í hversdagsleika fólks að þurfa að drífa sig til slátrarans eftir vinnu,“ útskýrir eigandinn, Joshua Applestone, og segir jafnframt:
 
Þegar ég vissi hvað ég vildi fékk ég þessa hugmynd um að geta keypt vöruna án þess að hafa andlit á bakvið, það er framtíðin. Èg er mikill kjötmaður og ég veit hvernig maður selur kjöt en ekki óraði mig fyrir því að kórónuvírusinn myndi koma.“ 
 
Salan jókst á meðan aðrir lokuðu vegna COVID-19
 
„Fyrstu vikuna í mars fóru sölutölur upp hjá okkur á meðan aðrar kjötverslanir lokuðu. Þegar fólk byrjaði að hamstra varð mjög mikill erill hjá okkur. Núna slátrum við sjö daga vikunnar og opnum nýtt pakkhús sem þýðir að við aukum mannaflann um helming og sköpum ný störf. Sjálfsalarnir virðast vera hin fullkomna lausn fyrir fólk.“
 
 
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga