Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hækkun framleiðslukostnaðar mjólkurframleiðenda má fyrst og fremst rekja til 73% hækkunar á áburði og kjarnfóðri.
Hækkun framleiðslukostnaðar mjólkurframleiðenda má fyrst og fremst rekja til 73% hækkunar á áburði og kjarnfóðri.
Mynd / OG
Fréttir 11. maí 2023

Bændur borguðu 15,2 krónur með hverjum framleiddum mjólkurlítra árið 2022

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afurðatekjur mjólkurframleiðenda mættu ekki framleiðslukostnaði mjólkur árið 2022 og borguðu kúabændur því 15,2 krónur með hverjum framleiddum lítra.

Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á rekstri kúabúa fyrir árið 2022.

Heildarafurðatekjur mjólkurframleiðenda voru að meðaltali 183,2 krónur fyrir lítra af framleiddri mjólk á meðan heildarframleiðslukostnaður mjólkur reyndist að meðaltali 198,4 kr./ltr. Þrátt fyrir að heildarafurðatekjur hafi aukist um 14% milli áranna 2021 og 2022, eða um 22,8 kr./ltr. Þá hækkuðu breytilegur kostnaður og fjármagnsliðir meira, eða um 22% sem jafngildir 23,3 kr./ltr.

Hækkun afurðatekna samanstendur af hækkun á afurðastöðvaverði auk einskiptisaðgerða stjórnvalda, spretthópsgreiðslurnar svokölluðu, auk áburðarstuðnings, sem skiptu verulegu máli fyrir afkomu ársins.

Hækkun framleiðslukostnaðar má fyrst og fremst rekja til 73% hækkunar á áburði og kjarnfóðri. Mjólkurframleiðsla ein og sér stendur því ekki undir kostnaði við framleiðsluna og eru kúabændur því í auknum mæli farnir að sækja tekjur annars staðar frá, enda sést á greiningunni að tekjur utan mjólkurframleiðslu hafa hækkað töluvert.

Niðurstöðurnar byggja á greiningu á rekstri 70 búa á landinu. Þau bú leggja inn 25,5 milljón mjólkurlítra sem endurspeglar 17,2% af landsframleiðslunni.

Að mati Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, horfir í að rekstur kúabúa árið 2023 verði erfiður. „Áburðarverð, kjarnfóðurverð, olíuverð og annar rekstrarkostnaður hefur haldist í sambærilegu verði og fyrir ári síðan auk þess sem stýrivextir hækka sífellt. Áætla má að heildarkostnaður við framleiðslu mjólkur ársins muni því haldi áfram að hækka.“

Þótt afurðastöðvaverð hafi hækkað eiga bændur ekki von á neinum viðbótarstuðningi. „Því munu tekjur mjólkurframleiðenda koma til með að standa undir enn lægra hlutfalli af kostnaði en áður,“ segir Guðrún Björg.

Sjá nánar á bls. 56 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: rekstur kúabúa

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...