Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Mynd / Samsett mynd - Bbl
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars þar sem kynntar verða tillögur að breytingum á félagskerfi landbúnaðarins, sem fela meðal annars í sér sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að síðustu daga hafi forsvarsfólk þess fundað með fulltrúum búgreinafélaga um mögulega sameiningu í eitt félag. „Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands verði öflugt félag bænda sem sé í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Meginmarkmiðið með sameiningunni er að sögn forystufólks innan BÍ að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, munu kynna sameiningarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum á opnum veffundi fimmtudaginn 4. mars. klukkan 13.00. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Bændasamtakanna en þar geta þátttakendur sent inn fyrirspurnir á meðan á fundi stendur. Einnig stendur til boða að leggja fram spurningar fyrir fundinn á netfangið bondi@bondi.is,“ segir í tilkynningunni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...