Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Mynd / Samsett mynd - Bbl
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars þar sem kynntar verða tillögur að breytingum á félagskerfi landbúnaðarins, sem fela meðal annars í sér sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að síðustu daga hafi forsvarsfólk þess fundað með fulltrúum búgreinafélaga um mögulega sameiningu í eitt félag. „Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands verði öflugt félag bænda sem sé í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Meginmarkmiðið með sameiningunni er að sögn forystufólks innan BÍ að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, munu kynna sameiningarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum á opnum veffundi fimmtudaginn 4. mars. klukkan 13.00. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Bændasamtakanna en þar geta þátttakendur sent inn fyrirspurnir á meðan á fundi stendur. Einnig stendur til boða að leggja fram spurningar fyrir fundinn á netfangið bondi@bondi.is,“ segir í tilkynningunni.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.