Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Fréttir 16. júlí 2019

Aukin sala á hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristinsson

Í maímánuði síðastliðnum seldust tæp 25,6 tonn af hrossakjöti frá afurðastöðvum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast. Það er 68,5% aukning í sölu miðað við maí 2018.

Salan á hrossakjöti í maí sl. nam rétt tæplega 25,6 tonnum sem er 68,5% aukning milli ára. Var ársfjórðungssalan þá orðin rétt tæp 109 tonn sem er hvorki meira né minna en rúm tvöföldun á milli ára og nemur aukningin 101,6%. Miðað við heilt ár þýðir það 11% aukningu í sölu á hrossakjöti. Árssalan á hrossakjöti er um 692 tonn. 

Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%. Virðast sölutölur á þessu ári benda til vaxandi áhuga á hrossakjöti. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá hrossakjöt í íslenskum verslunum, nema þá helst saltað eða reykt. Margir virðast hins vegar vera að uppgötva gæði þessa kjöts, ekki síst folaldakjöts sem þykir sérlega gott á grillið.

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...